Top Social

bretti notuð og endurnýtt

June 15, 2011
Niðri í kjallara hjá mér liggur venjulegt vörubretti á gólfinu.. nei ég er ekki að flytja eða stunda stórinnkaup.
En ég er komin út í húsgagnahönnun, eða endurnýtingu... eða bara draslasöfnun, kemur í ljós!
Hugmyndirnar eru út um allt finst mér.... eða er það bara ég sem sé vörubretti í öðruhverju bloggi núna þegar eitt svoleiðis er búið að standa niðri hjá mér í nokkrar vikur?
Amk sá ég eftirfarandi myndir bara núna í vikunni;


allt um hvernig við getum útbúið bekk fyrir pallinn hér

fargebarn
Lífleg palla dýna á annars mjög nýtískulegum palli,
designhund
og hér er heil húsgagnalína á pallinum.
Valeria
Íslensk móðir og bakari með meiru í Noregi, endurnýjaði stofuborðið sitt.. barnvænt og flott.
Rosaliga
og síðast en ekki síst rúmgafl á töff heimili sem er mikið í svona hráum og gömlum stíl.

Hvað finst ykkur? 
Er þetta ekki bara frekar flott?
Kanski er bara töff að vera hagsýnn og endurnýta í dag, eða mér finst það amk ;)takk fyrir innlitið og þið megið alveg skrifa komment svo ég sjái hver kíkir inn, það er svo gaman.
kveðja
3 comments on "bretti notuð og endurnýtt"
  1. ég er hæst ánægð með nýja borðið mitt enda ekki öllum borðum fært að þola 5 börn svo þetta kemur sér vel á mínum stóra heimili :)
    kv Svana Norge

    ReplyDelete
  2. Það er svoo róandi að lesa bloggið þitt....svona þegar allt er á hvolfi í fluttningunum ;-)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature