Top Social

sunnudagsheimsóknin........ í húsið við fjörðinn

June 12, 2011
Í vesturhluta Noregs, við fjörð sem heitir Nordfjord býr ótrúlega handlaginn og dugleg ung kona sem heytir Björg og er með bloggsíðuna huset ved fjorden .


Mig langar að kikja í vikulegu heimsóknina á fallega og litríka heimilið hennar. En hún er með þennann hvíta stíl sem ég er svo hrifin af en lifgar skemmtilega upp á það með litríkum hlutum og frábæru föndri sem gerir heimilið sumarlegt og kósý.


Hér er stofan, en hún er björt og ljós...

og skær gulur litur og rómo fallegir hlutir í pastellitum setja líflegann svip á stofuna
Eldhúsið er algjört æði finst mér...

eldhúshillann með öllum fallegu skálunum, bollunum og ýmsu öðru alveg dásamlega fallegu, sem fær að njóta sín vel, er í algjöru uppáhaldi hjá mér.Barnaherbergið er að sjálfsögðu algjör dásemd.og baðherbergið er bjart, ljóst og með þessu guðdómlega baðkari á fótum.
En þau tóku baðherbergið mikið í gegn eins og sést hér og útkoman er æðisleg.Í horni í svefnherberginu er hún svo með saumavelina og vinnuaðstöðu og það er greynilegt að þar býr skipulögð og iðin  kona.


Ég þakka Björg fyrir að deila heimili sínu og hugmyndum með okkur og næsta sunnudag förum við svo til Hollands og kíkjum þar á fallegt gamalt hús.Takk fyrir innlitið
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature