Top Social

á ferðalagi með sannkallaðri perlu

August 20, 2011
Nora Pearl er 12 feta gersemi á hjólum, björt og kósý með tvöföldu rúmi, borðkrók/svefnrými, eldhúsi, klósetti og nóg af geymslurými.  Hún er fallega uppgerð í björtum litum og það er nostrað við hvert smáatriði. Svo eldhúsið minnir meira á 60s eldhús en plastlagðar brúnar hjólhýsa innréttingar. Þarna er allt sem þarf til að láta fara vel um sig og hún er alltaf pökkuð og tilbúin í ferðalagið á ströndina þar sem fjölskyldan fer gjarnar.
En koðum  myndirnar og látum okkur dreyma um retro ferðalag um Íslenskar sveitir.

Nú sitjum við hjónin með fartölvurnar okkar og skoðum sölusíður með  hjólhýsum og ég fæ alveg fiðring ef þau eru nógu ofboðslega gömul... svona eins og við fjölskyldan ferðuðumst í þegar ég var lítil.. og læt mig  dreyma um að verða svona vintage trailer trash.
Kíkið á frábæra síðu um Nora Pearl og margar aðrar álíka gersemar hjá vintagecottagecamper.
Hafið það nú sem allra best um helgina, hvort sem þið eruð á ferðalagi, heima eða hlaupandi um götur Reykjavíkur.
Kveðja og knús
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature