Top Social

dekurkofinn í allt öðru ljósi

September 12, 2011
Dekurkofinn minn hefur nú aldeilis vakið athygli, en ég sendi inn myndir af honum í DIY kepni hjá innlit/útlit og fékk flest athvæði og fyrst og fremst alveg frábær viðbrögð.
Það er auðvitað kvatning til að dekra enn betur við hann, enda sitt lítið af hverju óklárað.
og að sjálfsögðu var verkefni dagsins það að mynda dekurkofann góða.
Ég fór með kaffibollann minn útí kofa og kveikti á kertum til að hafa dáldið kósý, enda farið að rökkva snemma þessa dagana.

Get ekki sagt annað en að mér líkar hann nokkuð vel í þessu ljósi...

kertaljós í eldhúsglugganum... svo sætt


bara notalegt og huggó. 
Gæti næstum hugsað mér að hafa alvöru svona borðkrók...
nema hvað ég er í alvöru ekkert fyrir bleikt, ótrúlegt en satt.

Systkynin úr Góða hirðinum loks komin upp á vegg, svo sæt og fín bæði tvö, en ég er ekkert alveg viss um að þau verði þarna áfram, sé til með það.

já dekurkofinn lætur sko ljós sitt skína:)
Sagan er hins vegar sú, að í kofann var lagt rafmagn og í honum er ljós og slökkvari og ein innstunga svo hægt er að hafa þar rafmagnsofn, en.......
fyrri eigandi færði kofann til að gera pall og úps... snúran út í kofa slitnaði.
Svo draumurinn er að tengja rafmagn út í hann aftur og lýsa hann svo upp með fallegur ljósaseríum (því ég tók niður ljósin sem voru) og nr eitt að geta hitað hann upp.Ég þakka ykkur fyrir frábær viðbrögð, það er auðvitað alltaf voða gott ;)
kveðja
3 comments on "dekurkofinn í allt öðru ljósi"
 1. Til hamingju með sigurinn, ert vel að honum komin :) Kofinn er yndislegur og mjög notalegur að sjá!

  ReplyDelete
 2. takk ynnilega fyrir það Dossa :)

  kv Stína

  ReplyDelete
 3. Hjartanlega til hamingju, fyllilega verðugt enda frábærlega vel gert
  kveðja Adda

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature