Top Social

í skorradalnum með mömmu og pabba að tína ber

September 9, 2011
Mér finst engin ber jafn góð og krækiberin svo ég fór með pabba og við tíndum alveg góðann slatta af krækiberum sem svo voru hreinsuð, viktuð í poka og skellt í frost, svo næstu mánuðina get ég fengið eins mikið af berum í skyrið eða bústið eins og ég hef list á.
og hver veit nema ég geri kanski pínu saft úr einhverju af því.

En undanfarið hefur pabbi þegar tínt svo mikið af bláberum, aðalbláberum og krækiberum að aumingja mamma hefur ekki undan að vinna úr þeim.
En það er búið að sulta og safta og þegar gesti bar að garði bökuðum við vöfflur og bárum þær fram með bláberjasultu þeyttum rjóma og ferskum berum mmmmm 
því miður voru engar myndir teknar af kræsingunum í þetta sinn, en þið sjáið þetta fyrir ykkur er það ekki?


Hins vegar klikkaði ég ekki á að smella einni af gömlu tínunni hennar ömmu.

Þessi fata er hluti af berunum sem við pabbi komum með heim, úr smá skreppi útí móa.
Svo gerði mamma þetta dásamlega góða skyrbúst með aðalbláberjum og banana, krækiberum svo stráð yfir þegar það er borið fram, orkumikið og frískandi.


Já það er engin sveit án kartöflugarðs...
svo það voru nýuppteknar kartöflur með grillsteikinni áður en við mamma keyrðum heim á leið.
En pabbi varð eftir...... 


og hver veit nema berunum fækki enn frekar í dalnum fallega á meðan hann gengur um með gömlu tínuna góðu .Ég þakka góðar stundir og sit heima sæl og ánægð með gnægð berja og gómsæta sultu.
já haustið er svo sannarlega komið, með ber í skyrið og sultu krukkur í hverri hillu.

kveðja;
2 comments on "í skorradalnum með mömmu og pabba að tína ber"
 1. Ekkert smá girnó

  Kveðja frá norge

  ReplyDelete
 2. Ég finn lyktina af haustinu. Ekkert smá flott!
  kv Marín

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature