Top Social

Stofuskápurinn er orðinn hvitur og fínn!

October 12, 2011
já það hafðist.
Skápurinn er loksins orðin tilbúinn 
og ég er svo montin af honum að hann er myndaður í bak og fyrir eins og smábarn

Hér sjáum við beint framan á hann:hann var pússaður niður, trégrindur í hurðunum teknar úr og hænsnanet sett í staðinn, grunnaður nokkrar umferðir, málaður með hvítri kalkmálningu og svo pússað létt yfir til að fá smá þreytta áferð á hann. 


hér sést svo aðeins hvernig áferðin er.. slitin horn og brúnir


og svo skoðum við hann frá hinni hliðinn.Kíkjum inn í hann:

körfur og krukkur, með prjónadóti, kertum og serviettum
og svo gróf ég eftir skólatösku bóndans og málaði. Hún geymir pappírsdót, 
sem var í, ekki svo mjög smart möppu áður.
Ég á alveg pottþétt eftir að fikra mig áfram með innlitið á honum, á Ikea kassa sem má alveg mála aftur og setja í staðinn fyrir körfurnar, eða bara skókassa . 
en hér á þessu heimili fá hlutir ekki varanlegann samastað, allt má færa og breyta.

svo skoðum við betur ofan á hann:

hér verður aldeilis gaman að stilla upp og breyta og færa.
Naut þessa í gærkvöldi að kveikja á kertum og gera svona fallega haust uppstillingu

svo bara verð ég að sýna ykkur skápinn með umhverfinu

eins og sést hér, þá er hann eiginlega  miðpúnkturinn á miðhæðinni 
með eldhúsið öðru meginn og stofu og borðstofu hinu meginn. 
eldhússtólana málaði ég hvíta fyrir mörgum árum, meðan allt var enn í dökkum viði hjá mér
skáparnir í borðstofunni voru svo keyptir hvítir en annað var ýmist í dökkri eik eða úr oliubornum dökkum við,
. Svona get ég verið með allt úr sitthvori áttinni, þarf ekki að endunýja húsgögn sem komin eru úr tísku og munstraða sófasettið, antík borðstofuborðið og annað alvöru gamalt dót nýtur sín vel án þess að heimilið verði eins og byggðasafn

hér er svo litla borðið sem ég málaði í sumar
og þau eru aftur komin í stíl og eru ægilega sátt saman.

og svo síðast en ekki síst:

Flottur er það ekki?

og þá er það bara að halda áfram að mála, er td bara búin  með tvo af sex borðstofustólum og svo eru alveg georgeus svefnherbergishúsgögn úti í skúr og fallega löguð innskotsborð frá ömmu og afa, sem bíða eftir meðferð.. en þau verða ekki hvít! Spurning hvort það gerist á þessu ári eða því næsta 
Svo skulum við nú ekki tala um draumana um kalkmálaða veggi og hvíttuð gólf og....... 
úff nú lokar hr G  fyrir netið :/


Takk fyrir að  kíkja við

Link party I´m joyning :
Findingsilverpennies Sunday link party13 comments on "Stofuskápurinn er orðinn hvitur og fínn!"
 1. GEGGJAÐ!!!! Vá hvað hann er flottur og hvað þetta er allt flott og fínt hjá þér :)

  Til lukku með "nýja" skápinn!

  kv.Soffia

  ReplyDelete
 2. Vá enn flottur :o)
  ég er líka rosalega hrifin af máluðu töskunni ...
  Kv Ásthildur.

  ReplyDelete
 3. hrikalega flottur hjá þér og ég er svoooo að fíla mustraða sófasettið hjá þér... tók einmitt eftir því. þetta er mjög vel heppnað hjá þér.

  ReplyDelete
 4. Þakka ykkur innilega. Skjalatöskuna málaði ég bara með venjulegum grunni og það virkar bara vel á leðrið, springur ekkert, og kemur bara svo vel út. og takk Birna, mér finst sófasettið æði, en því miður er það orðið svo slitið að ég bíð eftir að pompa á gólfið úr sófanum, en ég bara get ekki hugsað mér að skipta því út.
  takk aftur
  stína

  ReplyDelete
 5. Váááá hvað hann er flottur hjá þér, vel gert kona

  ReplyDelete
 6. Mjög flott hjá þér:)

  ReplyDelete
 7. Vá :) þetta er æðislegt hjá þér, engin smá breyting á skápnum, elska að fylgjast með blogginu þínu :D
  Kv Guðný Bj

  ReplyDelete
 8. Hvernig grunn notaðir þú á skápinn?
  Hvernig var hann á litinn ?

  ReplyDelete
  Replies
  1. ég nota hvítann akrílgrunn. og fer frekar tvær til þrjár þunnar umferðir heldur en eina þykka. Þannig loðir grunnurinn betur við.
   kveðja Stína

   Delete
  2. Hrikalega flott hjá þér :) en hvernig málningu notaðir þú ??
   Var hann vaxborin skápurinn fyrir??

   Delete
  3. já hann var vaxborinn.
   Ég málaði hann svo með hvítri kalkmálningu, en hún er líka til í ótrúlega fallegum litum. Þú færð svo gamla og flotta áferð með þeirri málningu og það er svo auðvelt að pússa niður td hornin og álagsfleti til að fá slitið útlit. kíktu á http://www.facebook.com/pages/auskula/189755807717?ref=ts þar sérðu allt um kalklitina.
   kv Stína

   Delete
 9. I love the new look, great job!

  Gigi @ Old World Patina

  ReplyDelete
 10. Your cabinet is so pretty! Thanks for sharing at Silver Pennies Sundays. x

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature