Top Social

tvær gamlar og góðar

October 11, 2011
Ég srapp í hirðinn góða á föstudaginn 
og hvað haldiði að ég hafi fundið?


þessar tvær lágu bara þarna,
 algjörleg uppgefnar eftir áralöng ferðalög og biðu eftir mér.


Sú litla hefur greyniega ferðast nokkuð með lestum um Noreg.
Ég ælaði upphaflega að mála hana hvíta, fanst hún ekki nógu flott á litinn og ekki jafn gömul og hin, en þegar ég kom með hana heim var ég bara ekki til í það, ekki alveg strax amk. En þessi stærri er svo ægilega gömul og flott að hún verður pottþétt ekki máluð.


ætlunin er sem sagt að nota þær fyrir ýmislegt sem lá áður í óreyðu inni í skápnum sem ég hef verið að lappa uppá. En þar sem konan með hvíta pensilinn setti opið net í hurðina þarf víst að orginisera draslið í honum pínulítið.

En ég gæti líka notað þær í ýmislegt annað:

þessi gæti td verið undir stofuborði, væri fín fyrir td teppi eða tímarit...

nú eða bara til að liggja þarna í aðgerðarleysi mér til augnayndis.

Hin taskan er hinsvegar svo flott að innann að hún er tilvalin sem bakgrunnur fyrir myndatökur;

þessar bækur keypti ég í nytjamarkaði okkar suðurnesjamanna í vikunni,
ég sem sagt vel bækur eftir lit en ekki innihaldi.
Mér finst hins vegar ekki verra að ein heitir Yngismeyjar og önnur Ást og endurfundir.....
svo rómó og sætt.

svo er nauðsynlegt að pakka lopapeysu og heytu kaffi þegar farið er út í þessum kulda....
og sjáið það er meira að segja pláss fyrir gamla skauta!

4 comments on "tvær gamlar og góðar"
 1. Daginn hér,
  það er ýmist í ökkla eða eyra, með kommentin ;=)

  Ég hugsaði með innleggið í gær, nei ekki mála!!!! Og núna alls ekki.
  Ég hef nefninlega komist að því að það er synd að mála yfir gamla góða patineringu. Það snýst eiginlega um að finna hlutunum réttan stað eða skella réttu dóti í kringum það, þá er hægt að gera allt gamalt fallegt, eða næstum því ;=)
  En varðandi málninguna, þá held ég að það sé bara ágætt á mynd en ekki í verunni, held maður fái skelfing leið á hlutnum. Ég myndi ef ég væri þú heimsækja alla gamla í Keflavík og fá að kíkja á háaloftin, þar fékk ég mína fyrstu tösku, þe frá ömmu og afa og það sem þau hlógu! Hvað ætlarðu að gera við þetta? Já, prófaðu það.
  Og mundu, (læt eins og ég hafi áralanga reynslu ;)) maður finnur aldrei neitt þegar maður er að leita að því, það er líka það sem er svo gaman, maður veit aldrei hvað maður finnur.
  Váá, þetta er orðið langt.
  nú hætti ég þessu þvaðri,
  bless í bili og hafðu það gott
  kveðja Dagný

  ReplyDelete
 2. ps gleymdi að segja, gaman að sjá myndir frá þínu eigin heimili, þú býrð í svo fallegu húsi!

  Mér finnst töskurnar klæða hvor aðra vel, ég tala ekki um þegar þú ert komin með fleiri, í fleiri brúnum litum og eina eða tvær svartar ;) finns svo æðislegt að stafla þeim upp- alveg upp í loft næstum!
  Hvað geyma þínar?

  kv Dagný

  ReplyDelete
 3. oh það er alltaf svo gaman að fá komment eins og þú veist.
  Ég er alveg sammála þér með það að mála ekki yfir það sem er virkilega gamalt, með áratuga langa reynslu skrifaða á með rispum og ryði. Það var einmitt það með töskuna, hún er bara svo falleg einmitt eins og hún er.
  Ég ætla að hafa minni töskuna fyrir hluti sem ég geng um td myndavelina og fleira sem einhverstaðar þarf að vera ... við hendina. veit ekki enn með hina.
  Takk innilega fyrir innlitið :)
  kv stína

  ReplyDelete
 4. Ég á gamlar töskur sem voru í geymslu hjá pabba og hann dæsti og sagðist verða að fara að koma því í verk að henda þeim!! Ég hoppaði. Verð að töskublogga einhvern tíma. Ég myndi aldrei í lífinu mála þær, fyndist það jaðra við klám.

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature