Top Social

á bökkunum minum

November 17, 2011
Við vorum að skoða kertabakka af netinu fyrr í vikunni og það varð til þess að ég reyndi enn einu sinni að vingast almennilega við myndavelina og myndaði þá bakka sem núna eru hér og þar um húsið....

Á eldhúsborðinu er þessi praktíski bakki:
 með blómi (algjört möst) kerti í lítilli skál, fallegt eldspítna box frá greengate, vatnsflaska og glös, skál með suðusúkkulaði og mjólkurkanna. 
 Allt algjörar nauðsynjar á eldhúsborðið ekki satt?

 Á borðstofuborðinu er núna silfurlitað kökufat með silfur og glerkertasjökum 

og svo var þetta fallega vetrargrenitré (kallast ekki jólatré fyrr en í næsta mánuði) að koma frá Noregi og var bara akkurat það sem vantaði uppá að ég yrði sátt við bakkann


Þessi bakki er nú bara orðinn fastur á stofuborðinu og með þessum steinkertastjökum,

Núna eru þessar bækur þar líka með pínu skreyttum kertum.
bækurnar keypti ég á nokkrar krónur og voru algjörlega valdar eftir lit og útliti, svo gasalega smart.

 Svo er það saumavelarborðið:
Það hefur pínu verið til vandræða, ég hef ekki haft hugmynd um hvað ég á að hafa á því og í þokkabót stendur það alveg við stigana á milli hæða svo það er tilvalið að leggja þar hitt og þetta sem á að fara í næstu ferð upp...hm og er þar svo í marga daga 

svo ég prufaði að setja þar stórann bakka með td fermingarmynd af mömmu og brúðarmynd af foreldrum hennar og eldgamalt fjölskyldualbúm frá föður afa mínum.
Það á mikið eftir að færa og bæta þarna en svona er hann núna.

Svo er þessi litli kertabakki á litlum skáp útí horni með ilmkerti og kertakrukkum.

Jæja þannig eru nú bakkarnir hjá mér í dag, en eins og ég hef sagt áður þá er reglan við svona bakka engin og um að gera að prufa sig áfram og breyta til.


1 comment on "á bökkunum minum"
  1. ohh ég er líka svona bakka- og reyndar skála kerling ;) þetta er mjög kósí hjá þér.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature