Top Social

á tröppunum þessa fyrstu aðvenntuhelgi.

November 25, 2011
Ég fór í leiðangur í gær og kom heim með greni, strigaboka, pínulítinn syprus og eithvað annað sígrænt í potti.. Strigapokinn var kliptur niður, efnið vafið utanum blómapottana og bundið með snæri. könglar, birkikrans og fleyra sem til var fyrir, var tínt til og svo var öllu saman raðað á tröppurnar, 
og svo kom snjórinn. og eftir smá tíma leit þetta allt svona út;Skreytingin ætlar að vera örlítið fjölbreytileg. því það var enn smá snjór á öllu saman í morgun en þar sem hluti af tröppunum er yfirbyggt og hiti í stéttinni þá var snjórinn eilítið minni eftir hádegi...
og svo er auðvitað alltar verið að breyta og bæta og þannig verður það líklega áframmfyrir hádegi .... eftir hádegi.


Hér sést glitta í sígrænu pottaplönturnar í strigapoka-pottunum, ægilega nátturulegt og flott

jæja þá er fyrsta eðventuhelgin kominn hjá mér. Kerti og könglar á tröppunum og inni eru borðin full af  kertum, könglum, strigapokum, mosa og ýmsu öðru sem sett verður saman í skreytingar hér og þar um húsið

og ekki er þá verra að fá sér nýbakað og ylmandi kryddbrauð og heitt kakó,
og ekki má gleyma jólalögunum.
Eigið góða helgi og megi snjóa mikið á ykkur hvar á landinu sem þið eruð.
kveðja;
2 comments on "á tröppunum þessa fyrstu aðvenntuhelgi."
  1. Æji, en huggó og jóló! Þú hefur aldeilis góða stjórn á veðurguðunum að geta látið snjóa svona eftir hentugleika :)

    Eigðu góða helgi!

    ReplyDelete
  2. já ég bað bara voða voða fallega, það virkar alltaf best ;)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature