Top Social

frost og snjór í borðstofunni #1

December 1, 2011
Ég er ekki búin að skreyta hér heima, en borðstofan er vel á veg komin. Og það er fremur kuldalegar skreytingar skal ég segja ykkur: gerfisnjór, frostrósir, grílukerti og snjóboltar eru í aðalhlutverki (snjóboltarnir að vísu ekki alveg tilbúnir) í bland við silfur og köngla... brrrrr


Lítill fallegur fugl leitar að hlyju í mosanum innanum stóra köngla og gordjös gamaldags jólakúlur.


 þetta er nýjasta dellan í mér, pappírs frostrósir sem flögra fallega um í glugganum. 
Ég á líklega eftir að bæta við þær en mér finst þær  mega vera þéttari en ég er alveg að elska hvernig þetta kemur út, Þarf þó að æfa myndatökuna aðeins betur, en glugginn hallar ekki svona :) ........
og vitiði þetta er líka fallegt í byrtu.

Nú er bara að halda áfram að klippa og hver veit nema fleyri gluggar fái líka kulda og snjó.
Langar þig lika í frostrósir? Kensla hér og enn fleyri munstur hér

Ég ætla að halda áfram að skreyta og föndra
sjáumst í næsta jólapósti.
kveðja og knús12 comments on "frost og snjór í borðstofunni #1"
 1. hæ hæ,

  kuldalegt ... kannski en þó aðallega bara FALLEGT. Hvítt, fattigmanssølv og náttúran getur eiginlega ekki klikkað. Verð að segja að ég er alveg guðslifandi fegin að búa ekki á hinu kalda fróni heldur hér í héluðum Noregi ( var það amk í fyrra, núa + gráður) því nú þarf ég ekki lengur að horfa á allavega litaðar seríur - mis illa uppsettar- og jafnvel blikkandi í öllum gluggum. Hér er bara hvítt hvítt hvítt ... ÆÐI !

  bestu kveðjur frá Oslo
  Dagný

  ReplyDelete
 2. Vá hvað þetta er flott hjá þér elsku Stína;) Þú ert algjör snillingur. Þarf endilega að skoða föndrið betur finnst frostrósirnar alveg geggjaðar.

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 3. æðislegt hjá þér ,svo fallegt heimili :)
  og því ég er að læra allt um ljósmyndum þá get ég sagt þér að það er ekki gott að taka mynd á hlið með winde angel linsu(getur ske með aðrar linsur lika),því þá færðu það sem er kallað linear distortion :) ,þá líta hlutir út fyrir að vera skakkir (ekki nema þú hafir bara tekið þetta skakkt haha)lausnin sem ég held að virki vel er að færa sig aðeins aftur á bak ,en wow núna er ég bara farin að skrifa ritgerð ,en ég elska snjókornin ,ertu að klippa þau sjálf eða ??

  ReplyDelete
 4. Ótrúlega flott hjá þér Stína.. Bara geggjað !

  Kveðja frá norge

  Fríða og Co

  ReplyDelete
 5. ekkert smá flott þessi snjókorn, það var einmitt það fyrsta sem ég tók eftir á efstu myndinni. alveg gordjöss, á pottþétt eftir að bæta svona í gluggana hjá mér ;)

  ReplyDelete
 6. This comment has been removed by the author.

  ReplyDelete
 7. Yndislega fallegt hjá þér, vá! Ég vildi óska að ég ætti húsið þitt bara allt, gluggarnir og de hele :)

  Gordjöss bara!

  ReplyDelete
 8. Þakka ykkur öllum alveg hreint yndisleg komment. Frostrósirnar eru aldeilis að vekja lukku og ég vil benda á að það er linkur á leiðbeiningarnar sem ég fór eftir, neðst í póstinum.
  Nú mæli ég bara með því að allir fari klippa pappír og hengja svo útí glugga og njóta. Það er einhver dásamleg kyrð yfir þeim, þar sem þau blakta í glugganum.

  og Svana ég þakka ljósmyndaráðin, kann svo mikið minna en ég vildi í þessum fræðum. Hef pottþétt bara líkahallað myndavelinni;)

  ReplyDelete
 9. yndislega fallegt hjá þér og ég er sérstakleg hrifin af frostrósarglugganum þínum mér finnst hann æðislegur ég á örugglega eftir að fara eftir leiðbeiningunum sem þú settir inn ,takk fyrir það
  kveðja Adda

  ReplyDelete
 10. Mikið áttu guðdómlega fallegt heimili! Æðislegar frostrósir!! Ég á pottþétt eftir að herma ;-)

  kv. Helga Lind.

  ReplyDelete
 11. Dásamlega fallegt! Ég þarf að prófa að gera svona frostrósir :)

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature