Top Social

frost og snjór í borðstofunni #2

December 19, 2011
Eins og ég hef áður sýnt ykkur, þá er borðstofan hjá mér að mestu skreytt með hvítu og silvur og þá eru það frostrósir og snjór sem er í aðalhlutverki, með smá könglum og fleyru til að gefa þessu svona vetrarfíling.

Á borðstofuskápnum...
 ...er þriggjahæða kökubakki skreyttur með snjóboltum (sem eru pappírsdúskar búnir til úr serviettum) og svo eru könglar og gerfisnjór á tertudiski notað til að gera svona vetrarsenu í anda snjókúlana góðu. þá bleytti ég glerhjálminn og stráði snjó yfir og lét þorna, eins og Dossa hjá Skreytum hús benti svo snilldarlega á 

kökudiskar, karöflur og vínkassi er notað til að skreyta borðstofuskápinn... á það ekki bara ægilega vel við?

Og svo er það borðstofuglugginn:


 ég fékk mer hyasintulauk í fyrsta skipti og setti hann í silfurskál og fyllti með gerfisnjó...
vonum svo bara að hann nái að blómstra hvítu fallegu blómi fyrir jól.


og svo held ég áfram að föndra úr pappír.. gerði svona keylur úr pappírsblúndum og skreytti með glansmyndum... með vetrarmynd að sjálfsögðu


og svo fór að sjóa svo ég smellti af annari mynd:Ég ætla að fara að skreyta jólatréð, er búin að setja það upp á sínn stað, þar sem stofan og borðstofan liggja saman og nú mun borðstofan fá smá gylltan sjarma ;)
Þakka ykkur innlitið og hafið það sem allra best  á þessum fallega degi,
kveðja;

1 comment on "frost og snjór í borðstofunni #2"
  1. Dásamlega fallegt hjá þér og rómantískt allt saman!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature