Top Social

í gamla bænum mínum

December 14, 2011

Ellert gretarson er ljósmyndari hér í bæ sem hefur fangað mörg augnablikin í bænum okkar og er ósjaldan á ferðinni þegar veðrið setur sinn svip á bæinn,
 og ég týndi til myndir frá honum bæði teknar núna í desember og nokkrar sem voru teknar einn harðann (og að mínu mati æðislegann) vetur fyrir  nokkrum árum. 
Ég og Elli ætlum sem sagt að bjóða ykkur með í göngutúr um gamla bæinn í snjó og kulda, en  þegar við bætum jólaljósunum við snjóinn þá verður gamli bærinn minn eins og eitt stórt jólakort.

Ég labba alltaf heiman frá mér og út vallargötuna eða Túngötuna ...

en á  Túngötunni býr hún Bára sem er frænka sona minna og með jólalegustu hurð og inngang sem ég rekst á á minni göngu. Hér sjáum við líka glitta í Hárskúrinn hennar sem er krúttlegasta hárgreiðslustofan í bænum.

við hliðina á henni er svo litla jólahúsið sem er ævintyri fyrir öll börn að fá að skoða.

Hún Bára á nú ekki smekkvísina langt að sækja því beint á móti henni er þessi undurfallega hurð sem foreldrar hennar eiga, en húsið áttu afi og amma strákanna minna þar til sonur þeirra tók við og hefur endurgert húsið á alveg einstaklega fallegann hátt.


 við höldum göngunni áfram og förum vallagötuna á enda og þar er lítil þyrping af fallegum gömlum húsum.

Bakhliðina á þessu húsi er ég ekkert viss um að margir taki eftir, og án efa finst mörgum það fremur hrörlegt, en hér hefur Ellert fangað nákvæmlega það sem ég sé og dáist að þegar ég geng þarna framhjá.
Brunnurinn sem keflvíkingar sóttu vatnið í forðum.. á Brunnstík að sjálfsögðu

Litla ofurkrúttlega húsið sem er beint á móti kirkjuni, alltaf óaðfinnanlega fallegt

og Keflavíkur kirkja, stór og falleg kirkja í gamla stílnum.

og Kirkjuteigurinn er gata sem ég rölti oft, enda skemmtileg gata að ganga, með nokkur falleg hús og svo bjó ég þar einu sinni og líkaði það vel


Ég þakka ykkur fyrir þennann stutta göngutúr, en nú er okkur orðið kalt og eigum skilið ilmandi heitt súkkulaði og piparkökur.
Njótum þess í næsta pósti ;)

3 comments on "í gamla bænum mínum"
 1. Frábærar myndir. Nú langar mig í göngutúr :-) Kannski ég skelli mér á morgun.. og tek vélina mína með

  Kv. Fríða

  ReplyDelete
 2. Fallegar myndir hjá þér og jólalegar.

  Var að finna og bloggið þitt og er búin að skoða og skoða og það er svo margt fallegt og skemmtilegt hjá þér ! Er komið í favorites hjá mér :-)

  kveðja
  Kristín

  ReplyDelete
 3. Yndislegt að skoða þessar myndir...þú átt æðislegt hús og alveg hreint frábært hvað þú ert sniðug að gera það fallegt

  kv.Lísa

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature