Top Social

í skúffunni

January 17, 2012
Ég datt niður á þá snilldar hugmynd á pinterest, að nota bolla sem ég nota ekki til að skipuleggja skartið mitt.
Svo bollarnir sem þið sáuð í glerskápnum í eldhúsinu eru komnir ofan í skúffu í svefnherberginu.
 Bollana hef ég lítið getað notað þar sem þeir eru of litlir miðað við skammtinn sem kaffivelin gefur, en eru ægilega sætir og fínir og alveg fullkonmir í þetta verkefni.

Ofan á kommóðunni eru svo tveir kertastjakar í fullri vinnu en þegar annar brotnaði  fengu þeir þetta nýja hlutverk, og laufblöðin eru eins og gerð til að hengja eirnalokkana á og brotni leggurinn tekur við hringum.
Annað var svo í kössum og taupokum ofaní skúffuni og í algjörri óreyðu, enda fer mér ekki vel að halda reglu á hlutunum.... nema ég geti gert það pínu fallega og myndrænt, þá er svo mikið skemmtilegra að halda röð og reglu :)
Mjög ofarlega á verkefnalistanum mínum er svo að taka í gegn svefnherbergið og þessir undurfallegu snagar og höldur bíða þolinmóð  í undirskál á kommóðinni. En þeim er ætlað mikið og göfugt hlutverk í nýju og bættu svefnherbergi..... fljótlega.


Er ekki gaman þegar fallegir hlutir fá alveg flunkunýtt hlutverk á heimilinu?  Eithvað sem þeim var aldrei ætlað að gera, en gera það svo undurvel :)
Kveðja;
6 comments on "í skúffunni"
 1. Þetta er svo fallegt að ég held að núna þurfir þú að hafa skúffuna alltaf opna :-)

  Kristín V

  ReplyDelete
 2. Snilldarhugmynd hjá þér Stína og svo er þetta svo ljómandi fallegt að ég segi bara eins og Kristín skúffan verður að vera opin ekki spurning
  kveðja Adda

  ReplyDelete
 3. Gott hjá þér og flottar höldur.

  ReplyDelete
 4. Yndislega skemmtileg hugmynd og fallegt! Skúffan verður að vera opin! ;-)

  ReplyDelete
 5. Bara sætt :)

  Höldurnar eru líka alveg að gera sig og sýna að spennandi meik-óver er í vændum!

  ReplyDelete
 6. takk stelpur.
  Ég stand mig nú alveg að því að opna skúffuna og kíkja ofaní reglulega ;)
  Ægilega ánægð

  Takk fyrir commentin

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature