Top Social

January 5, 2012
jæja þá er kominn tími til að koma heimilinu í fyrra horf eftir jól.
Mér liggur nú aldrey á að taka niður jólin, en er sem betur fer búin að færa borðin til, þangað sem þau eiga að vera og örlítið að breyta skreytingum svo það er ekki alveg jafn jólalegt og nokkrir hlutir fengu hvíld snemma og komnir niður í kassa... en alls ekki mikið ;)

Litla krútlega borðstofuborðið er sem sagt komið inní borðstofu aftur og í staðin fyrir jólaskreytinguna sem áður var setti ég silfurbakka með kertum og konfekti. Finst það dáldið nýjárslegt eða amk hátíðlegt en ekkert endilega jóla. (hátíðarnammið faldi ég fyrir jól og svo var það bara ekkert svo vinsælt haha)


á eldhúsborðinu..sem stendur jú í eldhúsinu aftur, er bakkinn með vatnsflöskunni og glösunum (fjsk drekkur mun meira vatn ef það stendur á borðinu.. með glösum) og þar er líka Hýasintu laukurinn kominn í sætt glas á fæti, og eiginlega hefur greyið verið lækkaður í tign frá því að vera í silfur konfekt skál í borðstofunni.


Á morgun er svo þrettándinn en þá hittum við tengdafjsk í þrettándaboði og skjótum upp jólunum, með því sem eftir er af flugeldum.   Á morgun er líka  síðasti séns fyrir jólablogg en þá langar mig til að heimsækja fallegt jólaheimili sem ég rakst á á netinu í dag.


Kær kveðja til ykkar allra
1 comment on " "
  1. Alltaf svo fallegt hjá þér elsku Stína. Hlakka til að hitta ykkur á morgun!

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature