Top Social

sætur sunnudagur

January 29, 2012


Systurbörnin mín þau  Eva María og Árni Freyr eru í pössun hjá mér um helgina og í gærkvöldi tóku Eva Maria og Sæunn tengdadóttir mín sig til og bökuðu og skreyttu  möffins í öllum regnbogans litum, með bleikum skrautsykri og allt 


Þegar við vorum búin að borða morgunverð í morgun fengum við okkur svo kalda mjólk og sætar möffins...


 fallegu frændsystkynin brugðu  á leik fyrir myndavelina, en sá litli vildi ekki möffins en stilti sér upp eins og stóra systir... alveg endalaust krútt þessi engill
ég byrjaði hins vegar á því að fá mér hafrakex og ávaxtate
 og það myndaðist bara ágætlega líka.


nú ætla ég að fara að sinna fósturbörnunum
Vonandi eiga allir sætann sunnudag
kveðja;
1 comment on "sætur sunnudagur"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature