Top Social

ný og rómantísk lína frá Greengate

February 8, 2012

"Dóra white" og "Dóra linen" eru ný vörulína frá Greengate og ég er nokkuð viss um að þetta undurfallega munstur í hvítum og gráum litum eigi eftir að slá vel í gegn, enda algjört æði og ekki er verra að þetta fittar svona ægilega vel með beige vörulínunni sem hefur verið á draumalistanum mínum í dáldinn tíma.

Hér er sýnishorn af Dora white/linen blandað saman við Naomi beige og er þetta ekki algjör draumur?


HVÍTT, GRÁTT, BEIGE OG RÓMANTÍSKT:Auðvitað eru ótalmargar aðrar undurfallegar línur í nyja vörulistanum, litríkar og glaðlegar vörur sem munu aldeilis lifga uppá kaffiboðið á pallinum í sumar. Geri ráð fyrir að nota það í glaðlega sumarpósta seinna meir, þegar ég fer að horfa í áttina að meiri litum til að skreyta hjá mér en í dag er þetta að heilla mig mest.
Skoðið vörulistann þeirra hér

Hafið það sem allra bestStína Sæm

1 comment on "ný og rómantísk lína frá Greengate"
  1. má til að skilja eftir skilaboð, skoða síðuna þína oft, ótrúlega flott það sem þú ert að gera og mér finnst svo frábært að gera fallegt úr því sem til er og laga og bæta, enda stendur einhvers staðar... heimili er búið til ekki keypt :)

    kv íris

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature