Top Social

út um kjallara gluggann

February 29, 2012
Ég hef verið að mála og laga til í kjallaranum  síðustu vikurnar og ekkert að verða búin, en ég held ég hafi aldrey eytt svona miklum tíma í kjallaranum áður, en venjulega sit ég uppi  í stofunni eða eldhúsinu í tölvunni frekar en að vera hér niðri. 


 Útsýnið út um glugganna er eiginlega allt annað en á hinum hæðum heimilisins, og þegar ég kom heim úr vinnu í dag byrjaði að kingja niður snjó og klukkutíma seinna tók ég þessar myndir út um gluggann á öðru herberginu sem ég er að mála, en þetta er pallurinn minn og þar sést bakhliðin á kofanum og nokkur blómaker sem bíða eftir sólinni og sumrinu undir fallegri snjóbreyðu. 

Hér sjáum við svo hvernig útveggurinn sker sig frá annars hvítu herberginu og glugginn á eftir að njóta sín vel, og ekki skemmir fyrir að sjá snjóinn falla fyrir utan gluggann. 

Núna er ég svo að mála sjónvarpsholið alveg eins. plús það að verið er að púsla saman vörubrettum í þessu litla herbergi til að gera gestarúm. 
Get vonandi sýnt ykkur einhverjar myndir fljótlega... það er ef þetta verður jafn flott og ég er að ímynda mér það.

En ekkert gerist á meðan ég sit í tölvunni,
svo það er eins gott að koma sér að verki,
Þakka öllum sem nenna að kíkja hér inn
Stína Sæm


1 comment on "út um kjallara gluggann"
  1. Spennó spennó..hlakka svo til að sjá make overið! Annars eru krakkarnir alveg dolfallnir yfir myndunum af S í útlöndunum;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature