Top Social

Banana möffins

March 25, 2012
Ég á gamla uppskrift frá mömmu sem við systur höldum mikið uppá og er venjulega bökuð í hringlaga springformi...... svona með gati í miðjunni eins og ég gerði jólaskreytinguna á eldhúsborðinu úr.


En ég ákvað að gera svona stórar og matarmiklar möffins úr deiginu og líklega hefðu einhverjir í minni fjölskyldu mótmælt harðlega þar sem kakan á jú að vera bökuð í springförmi. 
Ég gerði tulipform úr bökunarpappír, með því að klippa ferkantaðar arkir og þrísta þeim í möffins pönnu og setti rúmlega tvær stórar matskeiðar í hvert form...  
það er auðvitað mun fljótlegra og einfaldara að skella bara öllu deiginu í eitt form en stundum er það bara ekkert gaman og svona er líka hægt að frysta kökurnar og taka þær út eftir þörfum..
og svo finst mér þær bara svo ægilega sveitó og flottar svona.

Stína Sæm
4 comments on "Banana möffins"
 1. Namm...þarf að prófa þessar. Hefði nú verið til í að kíkja á ykkur ef að það væri ekki enn einu sinni veikindi á heimilinu.
  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 2. Skelli bara í nýjar Hjördís þegar þú loks kíkir ;)

  ReplyDelete
 3. girnilegar, þarf að prófa þessar:)
  bræðiru smjörlíkið eða þeytiru bara við það lint?

  ReplyDelete
 4. tek það bara úr kæli tímanlega svo það er auðvelt að þeyta það. en þarf bara að þeyta það aðeins lengur ef það er kalt.

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature