Top Social

kaffihús

March 2, 2012

Ég hef dáldið verið að setja inn myndir af kaffihúsum eða veitingastöðum undanfarna föstudaga, enda finst mér það eiga voða vel við, og vera pínu föstudagsstemning að kíkja aðeins í góðann kaffibolla.
Í þetta sinn skellti ég saman nokkrum myndum sem ég hef safnað saman á pinterest í albúm sem er tileinkað kaffhúsum og bistro.
Er svona ein útgáfa af kaffhúsi sem ég væri til í að fara á.


þennann ramma kannast ég við úr IKEA en hér fer hann alveg svakalega vel sem krítartafla.
En krítartöflur eru pínu áberandi í þessu samansafni mínu, enda gagnlegar með eindæmum á svona staði og svo eru þær svo ægilega töff og flottar.
Ekki er verra að geta tekið kaffið með sér og drekka það svo úti og skoða mannlífið.


Myndin af sófanum hefur í raun ekkert með kaffihús að gera er minnir mig sófaauglysing, en mér finst að öll kaffihús þurfi einn þægilegann sófa og þessi passar alveg inn í þetta ýmindaða kaffihús mitt. 
Svo er bara að panta af flottum kaffilista .....

og setjast niður með góðum vini, fá sér kaffi og með því
og eiga svo góða helgi. 
Stína Sæm


1 comment on "kaffihús"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature