Top Social

kjallarinn fyrir og eftir // the bacement before/after

March 24, 2012
Nirði í kjallaranum var áður fullbúin íbúð með tveimur svefnherbergjum.
  Það er nokkuð síðan við gerðum stiga niður og bættum kjallaranum við heimilið, unglingarnir hafa verið með herbergi þar auk þess sem við fluttum sjónvarpið niður. En þar var aldrei neitt sérstaklega huggulegt, svo ég fari nú mildum orðum um ástandið.

Núna var annar sonurinn og kærastan að byrja að búa og hinn sonurinn fór í 6 mánaða útlegð til Tælands svo við notuðum tækifærið og máluðum kjallarann allann og útbjuggum nýtt gestaherbergi í öðru herberginu.
Það eina sem var keypt var málningin (jú og ný sormjárn fyrir gluggana) , allt annað var þarna fyrir eða dregið upp úr geymslunni, búið til úr brettum og ávaxtakössum og jafnvel strigapokum.
 Við máluðum útveggina með winter secco frá Kalklitum og alla aðra veggi hvíta, 

Ég er alveg að fíla það hvernig grái liturinn innrammar allt rýmið og gerir kjallarann að einni heild.

stiginn niður er lítill og nettur og hefur enn ekki verið kláraður, við frískuðum upp á kvítu málninguna en svo er bara eftir að gera eithvað við tröppurnar, svo þær verði dáldið gráleitar eða hvítar... það er enn óákveðið.
sjónvarpið hangir á einum hvíta milliveggnum og undir það gerði Gunni hillu fyrir allt það sem fylgir sjónvarpsglápi... tæki, fjöltengi og snúruflækjur sem þarf víst að vera einhverstaðar.  Ég er sem sagt ekki ein um það á þessu heimili að sjá möguleikana í vörubrettum. 
Borðið er gamla stofu borðið sem ég var löngu hætt að nota og hef notað fyrir ýmsar málningartækni aðferðir, dúkinn ásamt brúðunni í bakgrunni, keypti mamma í Indlandi eða Tælandi (á eftir að rifja það upp með henni) og hvort tveggja var komið í kassa inní geymslu. 


Þessi gamli brandy kassi er konungur trékassana á þessu heimili, eldgamall og kemur upphaflega frá Spáni, ég fór á bílskúrssölu hér í bæ og þar var hann í innkeyrslunni og ekki partur af þvi sem var til sölu, en fékk að koma heim með mér samt. Algjör gersemi.

já tilkostnaðurinn var lítill en breytingin meiri.
Hér eru nokkrar teknar meðan við vorum að mála ( svo það er nú ekki alveg að marka draslið)


 frábær málning frá kalklitir.com

og svo fann ég eina mynd sem er tekin þegar litlu frændur mínir voru í pössun, svona var sjónvarpsholið virkilega.það er ekki furða að ég kaus frekar að sitja uppi í stofu í tölvunni en að vera hér niðri.
en hugmyndir voru að mótast og breytast hjá mér um það hvernig ég vildi gera kjallarann og tækifærið kom þegar annað herbergið var orðið tómt og yfirgefið og við bara tvö í heimili í bili.
Ég er ægilega sátt og ánægð með breytingarnar og vona að einhverjir fái hugmyndir um hversu mikið má gera úr litlu, bara hafa augun opin fyrir því sem er í kringum okkur og gera eitthvað nýtt úr gömlu.Stína Sæm


3 comments on "kjallarinn fyrir og eftir // the bacement before/after"
 1. Hrikalega flott hjá ykkur Stína. Geggjuð hugmyndin að nota hluta af bretti undir hillu. Hrein snilld !

  Kv. Fríða Björk

  ReplyDelete
 2. Gaman að sjá saumavélina þarna.

  ReplyDelete
 3. Þetta er svo hlýlegt og fallegt. Og allt þetta gamla, kassarinir, brettin, gamla saumavélin.....allt svo flott.
  Kristín ókunnug

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature