Top Social

blogg vinir

April 26, 2012

Hefur þú gaman af því að blogga og skoða önnur blogg?


Langar þig til að kynna bloggið þitt og jafnvel finna nýjar bloggsíður til að skoða?

Þá langar mig til aðbjóða þér í heimsókn með bloggið þitt.
Við gætum jafnvel haldið lítið bloggparty....


Þar sem við að sjálfsögðu skörtum okkar fallegasta, eins og í alvöru partýi,
veldu uppáhalds myndina á blogginu þínu, eða bara uppáhaldpóstinn 
þinn og deildu því hér að neðan.

Þetta er ofur einfalt, hér neðst á póstinum er lítill blár, sætur froskur, sem þú klikkar á og copy/paste-ar  bloggpóstinum þínum sem þú hefur valið að deila með okkur.


Nú svo er ekkert gaman að partýi sem enginn mætir í svo endilega bjóðið vinum ykkar, með því að láta vita á síðunni ykkar að þið takið þátt.
Allir heimilisbloggarar eru velkomnir hvort sem bloggið er um bakstur, föndur, skreytingar eða bara lífið heima og fjölskylduna. Hvort sem innihaldið sé að mestu ykkar eigin myndir eða hugmyndir af netinu. og hér er svo uppáhaldsmyndin mín;

Hún er úr kjallaranum hjá mér. Við tókum allt í gegn þar í byrjun ársins og endurnýttum ýmislegt eins og vörubretti og trékassa og notuðum í bland við dáldið global hluti.  Útkomann er  framandi og spennandi finst mér, enda stíllinn ólíkur því sem er annarstaðar á heimilinu.
Fleyri myndir úr kjallaranum hér


Partýið er opið framm á miðvikudag, svo það er tími til að gera póst með uppáhalds myndinni af blogginu þínu eða bara að velja áður birtann póst og deila með okkur.


Stína Sæm4 comments on "blogg vinir"
 1. Flott hugmynd Stína, takk fyrir að bjóða okkur að vera með á þinni síðu, gaman að þessu og gaman að skoða :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk fyrir það og þakka þér fyrir að vera með okkur og deila frábæru veislunni þinni.

   Delete
 2. En skemmtilegt! Takk fyrir að leyfa okkur að vera með :-)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þakka þér innilega fyrir að linka með og vertu velkomin til okkar.
   gaman að skoða bloggið þitt Kristrún

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature