Top Social

Gleðilegt sumar

April 19, 2012
Þá er sumarið komin,
 sumardagurinn fyrsti í dag og sólin skín skært og lofar  bjartari daga.

Það þýðir líka að nú fer sumarmyndunum að fjölga hér inni.


Í fyrra setti ég inn sumarmyndir á hverjum föstudegi.....
 fannst það svo viðeigandi og gaman fyrir helginaÞað gat verið hvað sem er,
 bara á meðan það minnti á sumar og sól.

eins og td myndir af garðpartýi
 eða picnik

og gjarnan myndir af garðinum og garðplöntum, 


garðhúsgögn og reiðhjól eru líka sumarlegt og fallegt myndefni sem ég er pínu veik fyrir og oft slæðist hér inn yfir sumarið.


(Þessar og fleyri myndir á http://pinterest.com/stinasaem/summer/)

Gleðilegt sumar kæru vinir og mig langar að bjóða alla velkomna sem hafa bæst við í vetur... sem eru ótrúlega margir skal ég segja ykkur og mig hlakkar mikið til að fá að eyða sumrinu með ykkur.
við munum skoða svo margt fallegt sem tilheyrir þessari dásamlegu árstíð.

Stína Sæm
3 comments on "Gleðilegt sumar"
  1. Oh I love coming here to visit! Beautiful post, dear friend!!

    ReplyDelete
  2. Gleðilegt sumar kæra mín og takk fyrir veturinn, þetta eru bara dásamlegar myndir, ég elska sumarmyndir :)

    ReplyDelete
  3. Sammála Kikku, þetta eru alveg dásamlegar myndir og ylja manni um hjartarætur.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature