Top Social

í Hús og híbýli

April 4, 2012

 Um daginn kom tvíeikið frá hús og híbýli, þau Þórunn og Bragi í heimsókn og mynduðu heimilið okkar í hólf og gólf. og í dag datt svo blaðið inn um lúguna hjá mér. Svo ég settist með rjúkandi nýtt Hús og híbýli og kaffibollann, fletti í gegnum blaðið og furðaði mig á því hversu vel heimilið kemur út á prenti. 
Meira að segja þeir hlutir heimilisins sem ég hef lítið verið að flassa hér á bloggsíðunni eins og eldhúsinnréttingin og svefnherbergið, fékk pláss í blaðinu, svo ekki sé talað um húsfreyjuna sjálfa, (sem vill helst ekki vera of sýnileg hér á bloggsíðunni, þó stundum sé mælt með því á  interior-blogglandinu góða)   og viti menn.. sitjandi við eldhúsborðið og drekkandi kaffi!En eins og þið sjáið þá var heimilinu gerð góð skil í stóru innliti, saga húsins og ótrúlega flottar myndir (gaman að skoða svona vel teknar myndir af heimilinu) og kofinn góði fékk sitt pláss líka, þó ekki hafi enn verið sjænað þar og puntað eftir veturinn.
 En þegar ég sé myndirnar þaðan, hlakkar mig til að taka þar til hendinni þegar fer að hlína örlítið.

Ég þakka þeim Þórunni og Braga innilega fyrir komuna.
og vona að þið verðið ánægð með þetta innlit hjá H&H
Stína Sæm5 comments on "í Hús og híbýli"
 1. Húsið ykkar nýtur sín svo vel í blaðinu og líka húsfreyjan;) Logi brillerar alveg í fyrirsætuhlutverkinu!

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 2. en dásamlegat Stína mín til hamingju með þetta ég fer beint út í bókabúð um leið og opnar á morgn
  kveðja Adda

  ReplyDelete
 3. Thank you for your lovely words on my blog! It means a lot!
  You made my day;)

  Have a nice day!

  ReplyDelete
 4. Ó en gaman, ég kaupi sko þetta blað!

  ReplyDelete
 5. búin að skoða blaðið og þetta kemur mjög flott út. Heimilið þitt er alveg dásamlegt.
  kveðja Adda

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature