Top Social

kíkt út í kofa

April 11, 2012
það var ósköp milt og gott veður þegar ég kom heim úr vinnu í gær, svo ég skellti mér út og tíndi fullt af drasli úr garðinum, klipti pínu af runnunum....
og kíkti aðeins inn í kofann í leiðinni.
Þar þurfti nú  að taka pínu til (ekki mikið þó) og svo var þar Ikea poki sem ég hafði ekki einu sinni klárað að taka uppúr í haust, en svo hefur kofinn eiginlega bara verið læstur í allann vetur fyrir utan að ég setti upp jólaskraut þar og tók það svo niður aftur.Hér eru lattebollarnir, sem hafa legið í  pokanum á gólfinu í allann vetur, komnir upp í hillu með restinni af stellinu sem ég hef verið að safna mér smátt og smátt síðan ég fékk hugmyndina í hausinn, um að gera upp kofagreyið. En ég hef laumað einum og einum pakka með í innkaupakörfuna í nokkrum ikea ferðum, bara svo ég geti haldið áfram að telja mér trú um að endurgerðin kosti eiginlega ekki neitt. 
En þetta er nú eiginlega helsta bruðlið varðandi kofann... enda er vel við hæfi að "safna stelli" á öllum finum heimilum, ekki satt?

Hér er svo allt til alls fyrir alvöru heimilishald, hægt að strauja, þrífa, vaska upp, elda og baka.
það er greynilega farið að styttast í sumarið fyrst ég er farin að blogga um kofann, og það var svo notalegt að koma þar inn og finna að sólin hafði hitað hann vel upp yfir daginn....
í mínum huga þá er það vorboðinn ;)

Hafið það nú gott í dag og vonandi með sól í hjarta.
Stína Sæm6 comments on "kíkt út í kofa"
 1. Mér finnst þetta afspyrnugóð aðferð til að láta verkefnið kosta svo sem eins og ekkert :). Meir að segja svo laumulegt að þú veist varla af því sjálf, samanber innkaupapokann. Snilld. Ef ég drykki kaffi væri ég til í sopa í þessum fína kofa.

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já það virkar alltaf best að kaupa lítið í einu og helst að geyma það smá... þá er þetta bara eithvað gamalt sem ég átti haha ... ég er svo skemmtilega trúgjörn.
   og veistu.. Það er sko alveg hægt að bjóða upp á eithvað annað en kaffi ef gesti ber að garði ;)
   kær kveðja Stína

   Delete
 2. Voðalega er nú kofinn fínn og sætur eftir veturinn. Ég kíkti einmitt í okkar kofa í gær og það var allt of mikið drasl....enda var nýbúið að vera að leika í honum :-)
  Stefni samt á að taka til í honum á næstunni og dúllast eitthvað meira !!

  ReplyDelete
  Replies
  1. já nafna mín, hann var bara mun fínni en ég hélt, þarf að vísu að sópa smá og þurka af, en allt í góða standi annars. En ég er nú viss um að ykkar eðal smáhús er mun meira notað en þessi, hér eru það aðalega það ung börn sem koma í heimsókn að ég þarf að sitja úti með þeim og öðrum bara ekki treyst þarna einum ....og það ekki sökum ungs aldurs haha
   Hlakka til að sjá fleyri myndir af ykkar kofa í sumar, hann er svo flottur að ég hélt fyrst þegar ég sá hann að þú byggir líklega ekki á Íslandi.
   kveðja Stína

   Delete
 3. This comment has been removed by the author.

  ReplyDelete
 4. Thank you for you find me so i find you:)) Lovely house, looking forward to spring so the children can use ouers dollhouse:))

  I will foolow you and your nice blog Stine:))

  Hugs Henriette:)

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature