Top Social

kökur, skraut og fallegar frænkur.

April 25, 2012
Það var óvenju rólegt hér á síðunni síðustu helgi, en ástæðan er kökur og veislur
Ég var sem sagt  upptekin við að baka kökur, skreyta kökur og borða kökur...
en fyrst og fremst að njóta þess að eiga dásamlegar stundir með fjölskyldunni...


Ég á þrjár frábærar og fallegar systurdætur sem voru að fermast, þar af tvær núna um síðustu helgi og þær höfðu báðar pantað köku hjá Stínu frænku sinni :)
Hér kemur að vísu smá játning frá frænkunni; 
ég á það til að fresta hlutum... oft svo lengi að tíminn er eiginlega runninn út og sólahringurinn dugar varla til, og þannig var það í þetta sinn, svo ég sat við að gera bleikar fondant rósir á síðustu stundu og þá er eins gott að loka bara blogglandinu í bili.

Kökurnar fyrir þær báðar voru baileys tertur með fondant hjúp og skreytar með hvítum og bleikum blómum.


Guðrún Anna bauð til veislu á laugardeginum og var með ljósbeikt og silfurlitað þema í sinni veislu,
og þar sem ég var upptekin við kökuföndrið missti ég alveg af því að græa og skreyta salinn, en mér finst litla systir mín hafa staðið sig vel og borðin voru æðislega stílhrein og falleg.
Hvítir túlipanarnir eru alltaf fallegir og komu vel út með bleiku skreytingunum... sem flestar var hægt að borða með kaffinu...... bleikir kossar og mm í nokkrum bleikum litbrigðum.. algjör snilld
Guðrún fékk ofboðslega flotta og góða marsipan fermingartertu að gjöf svo við höfðum kökuna bara minni og að sjálfsögðu þurfti ég þá ekki að skrifa á hana 
og svo verð ég að setja hér með eina mynd af  Viktoríu Rós, litlu systir fermingarbarnsins, sem var bleik og sæt eins og fermingarskreytingarnar.

Fyrir ári síðan gerði ég líka bleikann veislupóst, 

Svo voru dömurnar okkar fermdar á Sunnudeginum og á eftir var Lovísa Ósk með sína veislu

og ég gerði fermingartertu fyrir hana, með nokkurnveigin sömu skreytingum nema kakan var stærri og blómin dekkri...


Mér gengur að vísu ekki alltaf nógu vel með að skrifa á kökurnar og hér kom það ekki nógu vel út en að öðru leiti var ég mjög sátt við útkomuna, held td að rósirnar hafi aldrei tekist jafn vel og núna 

Hér var svo skreytt með hvítu, dökkbeiku og silfurlituðu. Dökkbleikar rósir og súkkulaðikossar..
einfalt stílhreint og fallegt... svo sannarlega það sem heillar okkur systurnar í skreytingum

 Hér er svo Viktoría Rós komin aftur... og ég held ég hafi aldrei séð fallegra stelpudress áður,
varð bara að láta þessa mynd af okkur frænkunum fylgja með.

 Svo fékk ég þessar myndir af Gabrielu lánaðar, en hún fermdist í mars.
Fermingarprinsessan sjálf, tertan (sem var súkkulaðikakan eina og sanna frá Ragga bakara) og salurinn, var allt í hvítu og bleiku..


Finnst svo þessa myndir frá Gabríelu minni alveg tilvaldar til að enda þennan langa og bleika póst.
Óska öllum fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra, sem eiga leið hér um síðuna, til hamingju með áfangann, vonandi eigið þið góðar og eftirminnilegar stundir saman.
Hafið það sem allra best
Stína Sæm


5 comments on "kökur, skraut og fallegar frænkur."
 1. Glæsilegar kökur hjá þér Stína ...

  ReplyDelete
 2. Hrikaleg flottar kökur! Ég panta eina eftir 4 ár;)

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 3. OH my gad... beautiful-- i love the stativ the cake is on! Is it a weddingcake stativ??or just a boks whit rose in?? I want that to my wedding.. Hugs

  ReplyDelete
 4. And do you have more pictures of that??

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature