Top Social

1. mai....

May 1, 2012
og heimilið er komið  í sumarblóma..

Ég nældi mér í þessa túlipana í bónus um helgina og veit ekkert hvaða tegund þetta er en mér finst þeir alveg ægilega sætir og krúttlegir.
Held ég hefði alveg eins getað tínt þá hér úr garðinum hjá mér þar sem þeir virka svo viltir og frjálslegir og svo eru þeir greynilega ákveðnir í að njóta dagsins með mér og opnuðu sig svona fallega í dag og svei mér þá hvað þeir komu mér á óvart. 
Til hamingju með daginn elskurnar <3
Stína Sæm3 comments on "1. mai...."
 1. Dásamlega fallegir túlipanar, hélt að þetta væru einhver fokdýr framandi blóm frá Langtíburtistan :-) Takk fyrir allar fallegu myndirnar og hugmyndirnar sem þú deilir.
  Kveðja, Svala

  ReplyDelete
 2. Vá, þeir eru algjör dásemd. Og mikið er bjart og fallegt hjá þér :)

  ReplyDelete
 3. Ástarþakkir fyrir að deila þessari dásemd, mikið gaman að skoða ævintýralegt og bjart og fallegt ))

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature