Top Social

á ferðalagi með Audree.

May 26, 2012Á ferð um bloggheima er hægt að rekast á svo margt fallegt og á bloggsíðunni thefancyfarmgirl.com er svo sannarlega ótalmargt fallegt hægt að sjá og skoða.
Bóndabæ, ótrúlega sætann hænsnakofa, fullt af dýrum, antík trukka 
og núna hefur þessi gersemi bæst við.


Tiffany er ljósmyndari og algjör fagurkeri
og var að gera upp þetta gamla hjólhýsi sem hún kallar Audree
 og saman ferðast þær nú um með glæsibrag.


Að innan er það hreint út sagt dásamlegt, 
allar gömlu innrettingarnar eru nú hvítmálaðar ...


og gömlu borðplöturnar sem fengu að vera, njóta sín vel og mér finst þær algjört æði þarna inni.
og fallegt gamalt hjólhýsi er svo ekkert án þess að vera skreytt með fullt af sætum og krúttlegum aukahlutum.


Hér koma svo myndir af hjólhýsinu áður en Tiffany fékk það,

 en það kom í ljós eftir að hún keypti það af ókunnugum að þetta var sama hjólhýsið og vinkona hennar átti ári áður og vildi endilega að Tiffany kikti á það, enda væri þetta alveg eithvað fyir hana. 
Hjólýsakaup voru eiginlega ekki á dagskránni í það skipti svo hún passaði sig á að kikja ekki einu sinni á það (skil það vel, engin ástæða til að láta freistast) 
en í fyrrasumar varð það svo hennar.. í þessu ástandi.
En er hún ekki endalaust bjúti núna?
Og væri ekki dásamlegt að vera á feralagi  með henni núna um helgina?

En hvert sem þið farið eða hverngi sem þið ferðist, vona ég að helgin sé góð og þið passið að hafa  fegurðina og gleðina með í för.
Stína Sæm2 comments on "á ferðalagi með Audree."

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature