Top Social

í borðstofuskápnum

May 30, 2012
Glerskápurinn í eldhúsinu er ekki eini skápurinn sem ég státa af hérna heima.
En í borðstofunni er annar, sem hefur ekkert verið mikið til að mynda hingað til, þó hann hafi nú lítillega ratað hér inn.. amk að hluta til.
En í honum hefur eiginlega bara verið hrúga af gleri(glös og skálar osvoleiðis)  bláa mávastellið og dúkarnir mínir (misvel raðaðir í botnhillunni) 
Eiginlega ekkert verið nógu vel sviðsett hingað til, svo mér finnist eithvað punnt af innihaldinu.

Eftir velhepnaða Ikea ferð um daginn varð pínu breyting í skápnum....
en ægilega fallegir hvítir diskar og skálar bættust við og gáfu innihaldinu pínu karakter.
 Glerdótið var aðeins grisjað og sumt fór inní eldhús og annað fær bara að sitja í kassa í geymslunni, (hægt að grípa í það  ef við viljum skála í freyðivíni eða ef óvenju margir þiggja hjá mér léttvín samtímis) 
Ég hafði séð þessar skálar á bloggsíðu hjá einni í Ástralíu og fór sér ferð í Ikea til að ath hvort þær væru til hér líka, og mikið varð ég glöð við að finna þær í hillunum...

Svo fann ég diska líka í stíl, sem eru einmitt það sem ég hef leiðað að til að hafa sem svona betri diska og hlakka bara til að dekka upp með þeim og sýna ykkur þá í öllu sínu veldi á uppá búnu borðinu... ætla að næla  mér í blóm og fíneri og svo fáum við sumarborð á næstunni með nýju diskunum. 

Hvernig líst ykkur á það? Það verður jafnvel bara á pallinum


já og þar sem myndavelin er loks komin úr viðgerð, voru líka teknar myndir af mávastellinu mínu sem situr virðulega í efstu hillu í skápnum, þær fá  bara að bíða eftir öðrum pósti, einhverntíma seinna, en nú er ég farin aftur út til að njóta kvöldsólarinnar
Stína Sæm
3 comments on "í borðstofuskápnum"
 1. Æðislegar skálarnar og diskarnir. Hlakka til að sjá sumarborðið;) Big like á að myndavélin sé komin úr viðgerð.

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
  Replies
  1. já Hjördís ég held hún verði nú mikið notuð næstu dagana, sérstaklega þegar ég er kominn í sumarfrí sem er bara eftir næstu viku. Þá get ég endalaust leikið mér að uppstillingum og búa til fallegt myndefni.

   Delete
 2. Virkilega fallegt og allt svo smekklegt hjá þér, hlakka til að sjá dekkað sumarborð hjá þér.
  Sumarkveðja., BirnaBjörk...;=)

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature