Top Social

kaffistund í kofanum

May 6, 2012
Dásamleg helgi er að baki með glampandi sól, bústaðarheimsókn í gær, keyrslu heim undir fullu tungli... ofurtungli sko.

og fékk svo góða gesti í sunnudagsheimsókn í dag....

og þessi fallega litla krúttsprengja kíkti í koffann
 og fékk sér einn ilmandi kaffi.

Fékk þessar myndir af henni sendar til mín í kvöld.
Er hún ekki blómleg og falleg?


Vonandi áttuð þið góða helgi í blíðunni
og gerðuð eithvað huggó og skemmtilegt
Stína Sæm
8 comments on "kaffistund í kofanum"
 1. Veistu Stína að kofinn er nú bara ein mesta snilldin sem ég hef séð! Ég man ekki hvort ég hef komið því í verk að kommenta á hann fyrr en nú er ég búin að skoða framkvæmdirnar þegar þið breyttuð honum, jólamyndir o.fl. og þetta hefði ekki getað verið betur lukkað allt saman. Hvert smáatriði í honum svo innilega passandi og ég auðvitað botnlaust ánægð með allt þetta bleika og allt pastelið :) Bara verð að koma í þennan kofa einhvern tímann!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þakka þér fyrir Kristín.
   Það hefur verið ótrúlega gaman að nostra við kofann, eins og þú getur bara ímyndað þér;) og frábært og svo óvænt hvað hann hefur fallið vel í kramið hjá mörgum. Þú lætur mig vita þegar þú kemur suður og þá býð ég þér í kaffi (úr sparibollunum mínum) og kanski sætar pastellitaðar cupcakes í kofanum ;)

   Delete
 2. Litla Eva mín naut sín svo vel í fallega kofanum þínum & erum við búnar mæðgur að plana að koma í gistingu þarna í sumar ;) <3

  ReplyDelete
 3. So very sweet! Much love, Rayanne

  ReplyDelete
  Replies
  1. Thank you Rayanne.
   you´r so sweet and loving my dear friend.
   hugs Stína

   Delete
 4. Mig langar til að þakka þér fyrir fagrar myndir og skemmtilegt blogg. Það gleður alltaf hjartað að sjá hvað þú nostrar við umhverfi þitt og hefur gott auga fyrir útstillingu, uppstillingu og litasamsetningu. Þetta er virkilega flott hjá þér.

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þakka þér sömuleiðis, það er ómetanlegt að heyra að ég nái að gleðja aðra með blogginu mínu. En það er einmitt tilgangurinn, því þegar ég sé eithvað fallegt þá virkilega iljar það mér að innann og ég vil deila þeirri vellíðan með fleyrum.
   Þakka þér innilega fyrir að gefa þér tíma til að skoða og kommenta <3
   kv Stína

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature