Top Social

sumarið komið í eldhússkápinn

May 22, 2012

Glerskápurinn í eldhúsinu breytist nokkuð reglulega,
Pínulítið af björtum litum hefur nú verið bætt við til að gera hann sumarlegri og bjartari 
og svo færast hlutir jafnóðum til, jafnvel á meðan ég er að taka myndirnar.
og ofan á skápnum bíða kökudiskar og nethjálmar eftir að komast á veisluborð á pallinum í sumar.

pastellitir og blómamunstur hefur algjörlega tekið yfir og minnir okkur á sól og sumar.


Kannan og fleira sætt, með bleikum blómum, hefur beðið inní lokuðum skáp, eftir að komast inní glerskápinn, og fá að njóta sín með glerglösum og öðru gagnlegu til að skella á sumarborðið.

Glerskápurinn er eiginlega farinn að minna á eldhúshilluna í kofanum,
en hér leynast þrjár gerðir af sömu glösunum...
glösin á fætinum, mjólkurglösin og latteglösin,
 bara minni og allt í fallegu sumarlegu pastellitunum.
Stína Sæm
6 comments on "sumarið komið í eldhússkápinn"
 1. þetta er örugglega flottasti skápur á landinu og þó víða væri leitað. Glæsilegt hjá þér Stína mín eins og alltaf
  kveðja Adda

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk fyrir það Adda. Það er alveg ótrúlegt hvað það getur verið gaman að færa til og raða í einum litlum skáp, og alltaf fer hann batnandi held ég ;)

   Delete
 2. hann er náttúrulega algjört æði þessi skápur, ég kannast eitthvað við Mikka mús bókina þarna.... mikið sem var bakað uppúr henni í denn.

  það er alltaf gaman að endurskipuleggja og endurraða, en þetta kemur svo vel út hjá þér eins og alltaf.

  ReplyDelete
 3. gleymdi einu :) manstu hvað liturinn heitir þú ert með á veggjunum í eldhúsinu? ég er að fara að velja lit fyrir opna rýmið s.s. eldhús og stofu og langar í einhvern hlýlegan ljósan lit en ekki alveg hvítan þar sem ég er með svo mikið hvítt eins og eldhúsinnréttingin, gólfið, borðstofufæturnir osfrv.

  ReplyDelete
 4. Vonandi kemur sumarið út úr skápnum svo allir njóti. Kveðja úr 18 stiga hitanum fyrir norðan, kannski snjóinn taki þá upp hér í kring.

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature