Top Social

vintage caravan

May 19, 2012


Þá  eru Íslendingar farnir að streyma út úr bænum um helgar, 
langar raðir af bílum með mis-íburðarmikla svefnaðstöðu í eftirdragi sreyma út á þjóðvegina, allt frá litlum tjaldvögnum og uppí hjólhýsi á stærð við fyrstu íbúðina mína.

kerriemitchellblog

Ég man óljóst eftir gamla hjólhýsinu frá minni æsku, og alltaf man ég bara eftir hjólhýsum í litlum hjólhýsahverfum , þar sem þeim var plantað niður ásamt plöntum og trjám, jafnvel bætt við göngustíg og litlum palli. 

getcampie.com

En ekki voru þau mikið að þvælast um þjóðvegina fyrr en núna síðustu árin, þegar þau stór og velbúin streymdu út á göturnar í góðærinu. Ég dáðist að þeim, skoðaði jafnvel auglýsingarnar með aðdáum en ekki voru þau að heilla mig (var eiginlega hrifnari af litlu tjaldvögnunum) 


En svo í fyrrasumar uppgötvaði ég fyrirbærið" vintage caravan" í netheimum, og þá varð konan sko heilluð up úr skónum.. ómæ þvílíku gersemarnar og augnkonfekt fyrir svona blogg eins og mitt, sæt eins og sykurpúðar og svo sumarleg og sjarmerandi.
my vintage party

 Ég fór líta eftir gömlum hallærislegum hjólhýsum 
og sjá möguleikana og fegurðina

vintage junky

þau er jafnvel hægt að nota sem sölubása,
þvílíka snilldin finst mér.

homelife
og svo er varla hægt að finna betri lausn fyrir gesthús.. finst mér ;)
(ok þetta tiltekna gesthús er ekkert voða bjart og sumarlegt, en flott er það og sýnir að þú þarft ekki að heillast að sykurpúðalúkkinu til að þetta gæti hennt þér)

festivalcaravanhire.co.uk/
í sumar ætla ég að skoða nokkur betur, kíkja inní þau og sjá hvað þau hafa að geyma, kynna eigandann og jafnvel söguna á bakvið þau og fyrir og eftir myndir. 


það er bara svo margt fallegt við gömlu hjólhýsin að við verðum að skoða þau aðeins betur, sjá möguleikana og vonandi verður það til þessa að eithvert gamalt brak sem er eiginlega bara orðið til skammar, fær nýjann séns og verður að fallegu djásni...
vantar þig td gesthús við sumarbústaðinn?  hmmmm

Eigið góða helgi
Stína Sæm4 comments on "vintage caravan"
 1. Skemmtileg orð Hjólýsi/hjólýsum
  Þessar myndir er alveg guðdómlegar langar alltaf í svona þegar ég sé myndir af þeim.
  Hef séð nokkur gömul á hraðbrautum í Þýskalandi og Frakklandi ég fell alveg í stafi.
  kv.
  Sigga Maja

  ReplyDelete
  Replies
  1. haha orðið hjólýsi var nú bara komið til vegna fljótfærni í mér, var að reka augun í að það og það er alls staðar skrifað þannig hjá mér!!! En auðvitað er þetta hjól-hýsi ;)en þau eru algjört æði, væri til í að sjá þau svona á Íslenskum þjóðvegum.
   kv Stína

   Delete
 2. Ok, ég hélt kannski að þetta væri svona einkahúmor. Einhver hefði misskilið nafnið (eins og gerist). Alveg sammála það væri gaman að sjá þau hérna. Ég er að vísu svolítið skotin í þessu svarta, ef maður ætti garð þá væri þetta ekki spurning.
  kv.
  Sigga Maja

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já þetta svarta er ótrúlega flott, og er gesthús í bakgarðinum á mjög flottu heimili, náði bara ekki að setja linkinn við þá mynd, en reyni að bæta úr því.
   Annars er gaman að heyra í þér Sigga Maja og takk fyrir að gefa þér tíma til að skrifa skilaboð hér inn :)
   kv Stína

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature