Top Social

lagt á borð...

June 8, 2012
....með nýju diskunum úti á palli

Þið fenguð að sjá diskana sem bættust í borðstofuskápinn um daginn og um leið lofaði ég að dekka upp borð með þeim og deila með ykkur.

Í blíðunni um síðustu helgi var alveg tilvalið að borða úti svo ég notaði tækifærið og dekkaði upp ofureinfalt veisluborð í blíðunni


Ég alveg elska þessa diska, sjáiði lagið á þeim....og stærðin!!! 
það þarf sko að passa skammtana á þessum diskum, eins gott að byrja á að setja salat á helminginn af disknum ;)


Eins og þið sjáið er þetta bara ósköp einfalt, enda er oft minna bara betra. ekki satt?
ég er voða hrifin af glerflöskum allskonar og lítið safn af allskonar flöskum með blómum í er sumarlegt skraut á borðið, hér hafði ég rifið fallega serviettu niður og batt utanum eina með snæri.
Í þetta sinn voru gerfiblóm sem ég átti til bara notuð, en auðvitað er mun fallegra að nota alvöru blóm.. og ef þið hafið ekki tök á að tína blóm úti, þá er sniðugt að kaupa blandaðann vönd og dreifa  blómunum í flöskur og krukkur... það er eithvað svo voðalega sumarlegt


eigið góða helgi
Stína Sæm


1 comment on "lagt á borð..."
  1. "Like" á servíettuna utan um flöskuna- svo einfalt og gerir svo mikið!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature