Top Social

í Evita á Selfossi

July 25, 2012

Það var í byrjun sumars sem ég keyrði í gegnum Selfoss og rak augun í verlunarglugga sem mér þóttu í meira lagi girnilegir...
en það var búið að loka.

 Í næstu skipti á eftir var ég alltaf  annaðhvort svo seint á ferðinni eða að gera eithvað allt annað (vissi að ég þyrfti minn tíma þarna inni) svo það var ekki fyrr en um síðustu helgi sem ég loks gat kíkt inn.....


og ómæ ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum,
þarna voru bara þvílikar gersemar fyrir svona sveitafílings-óða konu eins og mig (enda í mekka sumarhúsana)
ótrúlegt úrval af fallegum hlutum, luktir og bakkar, sveitalegt leirtau, kertastjakar og lampar..bara nefna það, gler, hvítt og sink blasti við upp um allar hillur.
fallegar höldur eru bráðnausynlegur partur af svona búð..
einhverskonar nammibar okkar húsmæðrana
því það er svo ótalmargt hægt að gera við svona höldur.
æi þær eru bara svo fallegar
geggjaðir snagar af öllum gerðum ..
 eithvað þarf maður að geta gert við allt fallega dúlleríið sitt og þar kemur fallegt snagabretti sér vel

og sjáið bakana og brauðboxið..og..og
.....og fallegu luktirnar.

Svo er þarna ótrúlega mikið úrval af  IB Laursen vörunum sem ég hef verið að úúúa og vá-a yfir hér á blogginu nokkrum sinnum... vörur sem ég sé í eldhúsinu hjá annarri hverri Norskri bloggdrottnigunni..

og þetta er sko margfalt meira úrval af leirtauinu en ég sá í Norsku búðunum  um daginn...
Svo fallegir litir samankomnir á einu borði


Rautt með hvítum doppum.. svo dásamlega retro eithvað
finst það eiginlega alveg fullkomið í sumarbústaðinn :)


og hér er svo það sem ég hefur verið á óskalistanum hjá mér....
 hvítt, kremað og ljós grænt eða gult.. en óvænt!!
þeytiskálar, morgunverðarskálar og litlu krúttlegu formin.
þetta er svo einfalt og sveitó að ég get ekki annað en fallið fyrir því.


og þessir glerhjálmar eru með dásamlegu munstri og letri með sandblástursáferð... svo fallegt

Fleyri luktir, kertastjakar og lampar
já hér er svo margt fallegt að sjá og skoða


og þegar ég kom svo að afgreyðsluborðinu voru öll skemmtilegu skilltin sem ég skildi eftir í búðunum í Noregi hangandi þarna upp á vegg ,
og klukkurnar!!!

 vá hvað mig bráðvantar amk eina svona fallega klukku


Það er algjör draumur að komast í svona búð, sem er stútfull af gersemum sem bara er svo gaman að skoða, og láta sig dreyma, kanski snerta smá og jafnvel laumast eitt og annað með að afgreiðsluborðinu, með loforði um að ég komi fljótt aftur til að ná í eithvað af öllu hinu sem langar svo heim með mér..

En það var bara ógó lítill poki sem ég kom með heim, enda ég með eindæmum stapíl og hagsýn kona hmm.
og hvað skyldi það hafa verið?Bara þessar tvær pínulitlu, en margnota skálar,
en  fyrst og fremst þá má baka í þeim,
 litla deserta td eða möffins

og kemur sér svo vel þegar ég  vil hafa eithvað oggólitið að narta í með kaffinu á meðan ég er að klambra saman einum bloggpósti.Ég mæli amk með að þið kíkið í Evitu næst þegar þið eigið leið um suðurlandi. 
myndirnar úr búðinni  fékk ég á evita.is .. Stína Sæm


8 comments on "í Evita á Selfossi"
 1. Eg fae nu bara hjartslattatruflanir vid ad skoda thetta.....gott ef eg kem bara ekki heim med naestu vel!

  ReplyDelete
 2. Þessi búð var hérna í Reykjavík, ég sakna hennar :´(

  ReplyDelete
 3. vá ég þangað næst þegar ég fer á Selfoss, sá alveg helling sem mig langar í :D

  ReplyDelete
 4. Og þessu keyrði ég framhjá! Glæsilegt, stoppa pottþétt þarna næst :)

  ReplyDelete
 5. Já þessi er sko þess virði að kikja í og svo er bara svo gaman að taka rúnnt á Selfoss... nema maður búi erlendis ja eða á Norðurlandi og sé nýkomin heim úr ferðalegi fyrir sunnann. En þá vitiði amk hvert skal fara á næsta ferðalagi eða Íslandsheimsókn ;)
  takk allar fyrir innlitið
  knús á ykkur öll

  ReplyDelete
 6. Þetta er ekkert smá girnileg búð...verð greinilega að gera mér ferð þangað :)

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature