Top Social

Lofsstaðir fá smá útlitsmálningu

July 31, 2012
Ég hef nú ekki gert mikið af því að byrta hérna myndir af húsinu mínu að utan, þó ég búi í fallegu og veluppgerðu gömlu húsi í gamla bænum í Keflavík.
Ástæðan er nú einfaldlega sú að það var kominn tími á uppliftingu, þrátt fyrir smá viðhald á sumrin hefur mikið rið sprottið framm og hvítmálaðir fallegir skrautlistar orðið riðrauðir og flekkóttir og  járnið blettótt, rennurnar voru riðgaðar í sundur og rauð og græn málning á viðarverkinu orðin upplituð og við héldum td að þakið hefði verið málað brúnnt en rauð þakmálningin var bara orðin svona upplituð.

Svo það var byrjað á frammhliðinni í vor, svo ég hafði pallin bakvið hús til að leita skjóls fyrir háþrystiþvotti og málningarslettum. En það var ekki spennandi útlitið á fallega húsinu mínu að framan;
Nú er frammhliðin búin og ég hef verið síðustu vikur að dúlla við að mála allt tréverkið við útitröppurnar  á meðan pallurinn var stílfærður af eiginmanninum sem kallar sinn stíl construction style... og er komin í harða samkepni við stílfæringar húsfreyjunnar utanhús.

En það er allt í lagi þvi ég bara get ekki hætt að dáðst að húsinu mínu að framan,
 þar sem það var verst.....
en er núna orðin svona undurfallegt og fínt :)

og þó að enn sé mikið verk eftir þá lagði ég frá mér pensilinn fyrir helgina,
 fór á garðaútsölu og puntaði smá og skreyti hjá mér tröpurnar... Svo er að sjálfsögðu kveikt á luktum og útikertum þegar sólin hættir að skína á kvöldin.
Það er svo svakalega huggulegt og kósý. 
En nú er eins gott að drífa sig í vinnugallann, ekki er hægt að láta kallgreyið gera allt einn á meðan ég bara dúlla mér með blóm og kerti... 
lágmark að vera amk í málningargallanum þegar hann kemur heim úr vinnu ekki satt?


Hlakka til að sýna ykkur meira þegar fleyri hliðar klárast.
Takk innilega fyrir innlitið og sérstaklega öll skilaboðin sem ég er að fá 
þið eruð frábær
Stína Sæm


11 comments on "Lofsstaðir fá smá útlitsmálningu"
 1. húsið þitt er alveg svakalega fallegt, það er svo gaman þegar fólk heldur þeim vel við.

  við eigum enn eftir að klára viðarverkið í kringum glugga og fyrir neðan þak hjá okkur... þetta kemur hægt og bítandi ekki satt ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. takk Birna. það er mikið verk að gera svoan hús upp og gaman að fylgjast með hlutunum gerast hjá ykkur. Það voru ekki við sem gerðum okkar hús upp,en hef alltaf dáðst mikið að þessu húsi. Svo það er eins gott að standa sig vel við að halda því við ;)
   Það ersvo æðislegt að sjá falleg gömul hús sem vel er hugsað um.

   Delete
 2. Svakalega áttu fallegt hús :)

  ReplyDelete
 3. Ofbodslega fallegt husid hja ther!

  ReplyDelete
 4. Hrikalega áttu fallegt hús, og ekki verra þegar nostrað er svona við það! Augnayndi !

  ReplyDelete
 5. Þetta er svo fallegt hús, hlakka til að sjá meira.
  Kveðja úr Fnjóskadalnum

  ReplyDelete
 6. Yndislega fallegt húsið þitt og svo fallega puntað í kring. Þetta er mikið vinna að halda svona gömlu húsi við, það veit ég. Hvar komstu á garðaútsölu? Væri alveg til í að komast í svoleiðis aðeins. Kveðja úr Kóp. Svala

  ReplyDelete
  Replies
  1. þakka þér fyrir Svala og takk fyrir að kikja hér inn, en líklega orðaði ég þetta með garðaútsöluna frekar illa, það var nú bara útsala á garðplöntum í blómaval... kom að vísu ekki heim með mikið úr þeirri ferð en nóg til að bæta smá á tröppurnar.

   kv Stína

   Delete
 7. Húsið ykkar er hrein dásemd! Svo mikið er víst :)

  ReplyDelete
 8. Húsið ykkar er stórglæsilegt! Litavalið er líka sérlega vel heppnað finnst mér.

  ReplyDelete
 9. Vááá hvað húsði er orðið fallegt hjá þér Stína mín glæsilegt hjá ykkur
  kveðja Adda

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature