Top Social

mánudagur

July 9, 2012

venjan er að ég komi  með innlit á eithvað fallegt heimili á mánudögum, en í sumar hefur allt skipulag hér á blogginu farið fyrir ofan garð og neðan.
og í dag er ég ekki tilbúin með neitt innlit, amk ekkert sem mig langar neitt sérstaklega að deila með ykkur í dag. 


Við skruppum út úr bænum um helgina og áttum dásamlegar stundir í sveitinni en það er alltaf voða gott að koma heim og dagurinn í dag er alveg tilvalinn í svona heimastúss, sólin skín inn um gluggana en úti er dálítill vindur svo það er alveg æði að hengja upp þvott
 (er að þvo mislit og munstruð handklæði, ekki smart á snúrunni svo ekki bíða eftir fallegum og sumarlegum snúrumyndum frá mér ) 

Svo er ekki verra að vera með gamlar óræktarlóðir hér í nágrenninu þar sem ég get farið með skærin og nælt mér í smá blóm í vasa.


Vonandi höfðuð þið það gott um helgina og kanski einhver hafi hreiðrað um sig á pallinum og tekið myndir fyrir sumar bloggpartýið ;)
Ertu búin að kikja á flottu útisvæðin sem eru komin?


Eigið góðann mánudag
Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature