Top Social

á mánudegi

July 16, 2012
Ekki amalegur morgun á þessum bjarta og fallega mánudegi,
ég byrjaði morguninn á því að fara útí garð með skæri og ná mér í eina blómstrandi grein af meyjarósinni sem hefur verið að blómstra endalaust í allt sumar í garðinum hjá mér.

svo bara naut ég þess að sitja hér og hafa það notalegt á meðan það er enn mögulegt,
en pallurinn er óðum að breytast í vinnusvæði,

við erum byrjuð að taka niður stillansana framan við húsið og færa þá hingað bakvið.
Vonandi get ég svo sett inn myndir af nýmáluðu og fallegu húsinu mínu að framan og jafnvel farið að setja blóm og fínerí á tröpurnar... 
Mig hlakkar amk agalega til að sjá húsið þegar búið er að taka utanaf því og klára öll smáatriðin, en Gunni minn er búinn með sitt sumarfrí svo það er eins gott að ég fari að taka til hendinni.En nú er ég farin í málningargallann 
og ætla að reyna að vera pínu dugleg í góða veðrinu
Stína Sæm

1 comment on "á mánudegi"
  1. Þeir eru svo innilega notalegir þessi björtu og hlýju sumardagar, ég tala nú ekki um þegar fólk kann að hreiðra svona vel um sig eins og þið eruð búin að gera þarna heima hjá ykkur, bara æði:)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature