Top Social

sumar bloggparty

July 4, 2012


Eru þið tilbúin í annað bloggparty?
Í þetta sinn ætlum við að halda garðparty, með þinni garðaðstöðu..
það má vera hvað sem er, hvort sem þú átt flottustu garðhúsgögnin á fínum palli eða notar gamalt borð og stóla og ferð út með kaffibollann, teppi úti á grasi eða hvað sem þér dettur í hug.
(eins og sumir sem fara með baðkarið út á blett;)
Hvort sem þú er bara með litlar svalir eða ert vön að setjast á  útitröpurnar...
hvað sem er!
Bara á meðan það er sumarlegt og þú nýtur þess.Svona virkar þetta;
1) Taktu mynd af þinni útiaðstöðu.
2) Gerðu bloggfærlsu, með myndinni þinni eða myndunum. 
3) þú mátt gjarnan setja myndina hér að ofan og link inná bloggpartýið með í bloggfærsluna þína (eða deila þessu á fb hjá þér) 
4) Svo notaru InLinkz hnappinn (með sæta bláa froskinum) hér neðst á síðunni til að setja bloggfærsluna þína hér inn á bloggpartýið.

ath Á meðan blái froskurinn er þarna er enn hægt að vera með og í þetta sinn ætla ég að hafa hann opin til enda júlí svo allir hafi tíma til að vera með.


Ef þú ert ekki alveg með það á hreinu hvernig þetta virkar sendu mér þá línu á fb síðunni og við finnum út úr því saman.
Nýjar bloggsíður fara svo á blogglistann á sidebarnum (listinn hér til hægri á síðunni)
Þið megin endilega láta vita á ykkar síðu eða á fb að þið takið þátt svo enn fleyri viti af 
og verði með. 
og því fleyri sem eru með því fjölbreyttari hugmyndir fáum við fyrir útiaðstöðuna okkar.


Hlakka til að sjá þitt innlegg.
og endilega að hafa samband ef þú lendir í vandræðum
Stína Sæm


1 comment on "sumar bloggparty"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature