Top Social

nýtt á eldhúsborðinu

September 20, 2012
 Eins og ég sagði frá á fb síðunni þá rakst ég á pottablóm í Draumalandi sem ég hef ekki séð hérna áður, en var hinsvegar ofurvinsælt á blogglandi í fyrrahaust, amk hjá Norsku bloggurunum. 

Blómið heitir corokia og er í raun runni, og mjög sérstakt í útliti og algjört æði sem haustskreyting finst mér.

ég gerði alveg ráð fyrir því að það myndi nú ekki falla í kramið hjá öllum og eiginmaðurinn horfði á mig vorkunnaraugum og sagði mér að nýja blómið mitt væri dautt..
en viðurkenndi svo að honum findist það bara voða töff en.. 
"eiga eftir að koma meiri laufblöð á það?" bætti hann svo við ofurvarlega haha

Kósý stemning með haustplöntu og kertaljós, gerist það betra?


hér er svo linkur á áskorun hjá NIB frá því í fyrrahaust þar sem þemað var Coronkia í öllu sínu veldi. Þar getið þið séð fleiri svona eintök í ymsum útfærslum ef þið hafið áhugaá að sjá meira.Stína Sæm


3 comments on "nýtt á eldhúsborðinu"
 1. Yndislega fallegt! Plantan er sjukleg...

  ReplyDelete
 2. Gordjöss, hvar fékkstu þessa fallegu kertalukt?

  ReplyDelete
  Replies
  1. kertaluktina fékk ég í jólagjöf fyrir amk tveimur árum síðan. En hún var keypt í cabo í keflavík... og mögulega gæti hún verið til þar þessi jólin líka

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature