Top Social

Ljúffeng hollustukaka með döðlum

November 4, 2012
Ég hef verið í átaki undanfarið og er að reyna að sigra sykurpúkann sem á það til að vera aðeins of ágengur á mínu heimili. 
Svo ég hef slept bakstri og nammiáti svoan dagsdaglega en ýmis tilefni koma upp, og þá er allt í lagi að leifa sér smá.. og bara að njóta vel.
Einn daginn var okkur boðið í afmælisveislu og þar voru alls kyns kræsingar sem ég fékk mér smá af og naut hvers bita, en á borðum var líka ostabakki og niðurskorið grænmeti og ótrúlega ljúffeng og girnileg hollustukaka... og mikið varð og sátt og sæl með það

og fékk að sjálfsögðu að skrifa upp uppskiftina hjá húsmóðirinni, sem er ofureinföld bollauppskrift.
Ég skellti í hana í dag og ákvað að gefa ykkur uppskriftina í máli og myndum... 
Hér er allt sem þarf í kökuna:
 banani, valhnetur, döðlur, sveskjur kókosflögur 
og 70% súkkulaði og kókosolía í kremið og bolli að sjálfsögðu

Ég byrja á  að setja valhneturnar í blandarann (læt einn svona poka)

á meðan sker ég döðlur og sveskjur gróflega niður (hef líka slept því en finst það flíta fyrir)

tek svo valhneturnar frá og set restina í blandarann,
sjáið hvað valhneturnar verða fínmalaðar en þær fá svo að fara með fyrir rest.

þetta verður þá svona þykkt og gróft "deig" sem er sett i mót eða skál, slétt úr því og kælt.
Það þarf alls ekki að vera eldfast mót þar sem það þarf bara að þola ískáp, falleg grunn skál er alveg málið ef þið eigið slíka.


 og á meðan skálin kúrir í kælir eða frystir þá hugum við að kreminu. ég nota  70% Sirius en ef þið viljið alveg gefa frat í sykurpúkann þá er um að gera að nota súkkulaði úr heilsuhorninu, ég hef verið að kaupa þau til að laumast í einn og einn mola með kaffinu og þau eru bæði góð og alveg laus við hvítann sykur.
í uppskriftinni er ekki talað um magn af súkkulaði en ein og hálf plata finst mér verða of þykkt, núna notaði ég bara eina plötu.
 súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og ég setti þónokkuð mikið af kókosolíunni í þetta skiptið (er svo gott) og læt hana bráðna í heitu súkkulaðinu mmmm
 helli því yfir kalda kökuna, strái ristuðum kókosflögum yfir og svo aftur í kælingu.
svo er bara að að njóta ljúfengrar hollustunnar og geyma svo restina í frystir fyrir seinni tíma (allt er best í hófi), dásamlegt að grípa í ef mig langar óstjórnlega í eithvað gott með kaffinu og passar jafnvel vel með græna teinu mínu.

Þessi er virkilega góð ég lofa þvi
verði ykkur að góðu:
Stína SæmPost Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature