Top Social

te og hunang

November 13, 2012
ég elska kerti og kertaglös,
það er svo notalegt að sitja í rökkrinu og láta kertaljósið  varpa notalegri birtu um allt heimilið.
og þessa rigningardagana er meira að segja orðið hálf rökkvað þegar ég kem heim kl 3 á daginn, 
svo að kósý myndir er nú það sem verður fyrir valinu hér á litla kósý blogginu mínu.

Að setjast við tölvuna með tebolla og kertaljós er dálítið í uppáhaldi hjá mér eftir vinnu.
Svo kósý og notalegt 
Eitt verð ég þó að viðurkenna, og  það er að ég nota ekki sykur í teið mitt. þessar sykurstangir lúkka bara svo skrambi vel svona á bakkanum, og eru til ef einhver skildi vilja sykur eða hunang í drykkinn sinn. 

og hunangið nota ég ekki heldur en þessi trekrukka er gömul hunganskrukka sem mamma átti og ég fylli bara á hana og skal bjóða ykkur hunang í teið ef  þið þiggið hjá mér bolla einhverntímann. 


Mér finst hinsvegar liktin af hunanginu alveg einstaklega góð og gat varla hætt að likta upp úr krukkunni þegar ég tók þessar myndir
 mmmmm svo sæt og góð.
já listin að njóta er dásamleg og gefandi.

takk fyrir að kikja hér inn 
Stína Sæm1 comment on "te og hunang "
  1. Kósíleg stemmning í þessum myndum :)

    Eigðu góðan dag
    Margrét

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature