Top Social

loksins

March 6, 2013

Já loks gafst mér tækifæri til að sýna ykkur sleðann góða sem ég fékk hjá tengdó fyrr í vetur,

mitt fyrsta verk þegar ég kom heim úr vinnu í dag var að skella sleðanum út á tröppur, með skautum og öðru tilheyrandi skrauti og svo stóð ég bara og dáðist að honum með myndavelina. 
það þarf reyndar örlítið að lagfæra hann, handfangið hafði brotnað í eina tíð en handlagni faðirinn (afi eiginmanns mins) skellti kústskafti þar inn í staðinn svo börnin gætu haldið áfram að leika sér í snjónum (tengdamamma mín og systkyni hennar)
Ég hef verið að skoða myndir af svona sleðum og þannig séð hvernig handfang ég vil setja þarna í staðinn, og að verður gaman að leifa honum að njóta sín þannig næsta vetur.

Svo notaði ég sjensinn og tók nokkrar myndir á tröppunum í leiðinni, við höfum lært það hér fyrir sunnann að nota daginn sem snjóar, því það er ekkert víst að mynda-momentið sé enn næsta dag.


 Annars langaði mig nú mest til að vera bara heima í morgun og hafa það kósy inni meðan stormur og blindbylur geysaði úti fyrir, en fór í vinnu enda ekki umferðarteppur og vesen hérna suður með sjó.
En kósköp var nú gott að komast heim og kíkja aðeins í nyja blaðið sem ég var að næla mér í.
og sjáiði undurfallegu gömlu súpertarinuna mína sem ég keypti í Frú fiðrildi um helgina, 
hún hefur sagt skilið við lokið sitt og um leið lokið sínu hlutverki fyrir súpur...  
svo nú er hún orðin súpertarína


Hafið það sem allra best í dag og farið varlega þarna úti.
kveðja Stína

6 comments on "loksins "
 1. Æðisleg súðertarinan þín og gamli sleðinn hennar mömmu tekur sig vel út á tröppunum ykkar;)

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 2. Æðislega flottar myndir.
  Bestu kveðjur, Hugborg

  ReplyDelete
 3. Sleðinn er ÆÐISLEGUR og vetrarmyndirnar svo fallegar!

  ReplyDelete
 4. Fallegar myndir hjá þér og sleðinn er yndislegur :)

  ReplyDelete
 5. Svo fallegar myndir. Mér finnst sleðinni æði og einmitt ekki síst út af kústsköftunum, þetta er sko sleði með sögu, ofurflottur!

  Og gaman að sjá súperterínuna komna með sitt hlutverk, þú ert ekki lengi að koma hlutunum í verk Stína mín, glæsilegt hjá þér og svo kósý þarna inni hjá þér eins og alltaf :)

  Með kærri norðanáhlaupskveðju!

  Kikka

  ReplyDelete
 6. Mjög flott allt saman..
  kv Ása

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature