Top Social

Bóhem brúðkaup í you & me webmagazine

April 24, 2013

Á síðunni 79 Ideas er að finna veftímaritið You & me sem er falleg tímarit um brúðkaup,
 fjölbreytt og  skemmtilegt með fallega stíliseruðum brúðkaupsþemum, skreytingum, kökum og ýmsum sniðugum brúðkaupshugmyndum.

Mig langar til að deila með ykkur einu af þemunum í You & me, the pastel issue sem kom út núna í Apríl,
þemað er rómantiskt og nátturulegt í bóhemstíl, alveg undurfallegar myndir sem gætu nú átt við um hvaða garðparty sem er rétt eins og brúðkaup.

Nú er bara að skipuleggja skemmtilegt bóhem-party í sumar,
blómasveigar, órói, teppatjalt, hengirúm og gítarinn er meðal þess sem við þurfum og að sjálfsögðu smáatriði eins og trjálundur og bongóblíða.
Svo má alveg skipta hvíta efninu út fyrir litrík efni, blómamynstur og fjölbreytta jarðliti, til að fá stílinn enn áhrifameiri og skemmtilegri....
úúú já ég er alveg að sjá þetta fyrir mér.

En hvíta brúðkaupsþemað er svo sannarlega fallegt
og unun að fá að dáðst að því.

Þið getið flett í gegnum You & me veftímaritið í heild sinni hér að neðan.já það er svo ótalmargt fallegt að finna í þessu tímariti 
svo ég bara varð að setja þessa mynd með, 
finst hún algjör draumur.

Ef ykkur líkaði þetta,
 þá mæli ég með að skoða fleira á; 79ideas.org-my magazines 

kveðja 
Stína Sæm

2 comments on "Bóhem brúðkaup í you & me webmagazine"
  1. Fallegar myndir sem þú hefur sett inn í dag :) Flott og skemmtileg blogsíða hjá þér Stína! Ég kíki reglulega á þig hér, mjög skemmtilegt að skoða færslurnar þínar :)

    ReplyDelete
  2. Ótrúlega flottar myndir...liggur við að manni langi bara að gifta sig aftur ;)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature