Top Social

Eldhúsdraumar

April 4, 2013
Læt mig dreyma um hvítt, vintage eldhús,
 með opnum hillum og diskarekkum fyrir fallegann borðbúnað.
og að sjálfsögðu snögum um allt fyrir allar eldhúsgersemarnar, þessar gömlu slitnu og flögnuðu sem gefa eldhúsinu svo fallgt rustic lúkk.
Bloggsíðurnar Vita verandan, Lilla Blanka, Julias vita drömmar og Vibeke design eru allar með svona drauma eldhús... hvít, vintage og bara algjör draumur fyrir svona konu eins og  mig.

Hannes dagbok

Julias vita drömmar

Hannes dagbok

hidlesundet


G-styleVita verandan
Vita verandan
Hannes dagbok
Lilla BlankaLilla Blanka

Petite Michelle Louise.

vibekedesign
abeachcottage.com

Beatehemsborg
Þegar ég skoða svona eldhús, langar mig mest til að mála allt eldhúsið mitt hvítt,
 rifa niður efriskápana og setja hillur, diskarekka og snaga um allt.....
en.....

Eldhússkáparnir mínir eru grænir og með mikið munstruðum flísum sem gefa eldhúsinu karakter sem ég er ekki á leiðinni að fórna, en það þarf nú að flikka smá uppá það. 
Svo er ég ekki að sjá það ganga upp á mínu heimili að flagga öllu því sem er í efriskápunum...
 sé ekki að allt eldhúsdóttið mitt yrði mjög smart í opnum hillum.
neeei ekki alveg.
En ég gæti alveg hugsað mér að eiga smá veggpláss í viðbót til að setja nokkrar hillur og svo sem eins og einn diskarekka.

En látum oss dreyma :)

Þið getið séð enn fleiri eldhúsmyndir hér á  pinterest

Hafið það sem allra best,
kveðja Stína5 comments on "Eldhúsdraumar"
 1. Svo er nú eldhúsið hennar Gúu í Hvítur Lakkrís, það er æði eins og allt hennar heimili :)
  Takk fyrir skemmtilegt blogg.
  Kv Sigga

  ReplyDelete
  Replies
  1. ójá allt sem hún setur á sína síða er svo algjörlega svona. Allt svo fallegt hjá henni og algjör draumur <3

   kveðja Stína

   Delete
 2. Alveg er ég sammála þér - finnst þetta hrikalega flott, en svo þegar ég fer að hugsa um rykið og fituna sem sest á allt í svona opnum hillum þá.....ja....líður þessi löngun í eitt slíkt alveg hjá :-) Nema auðvitað að maður splæsi í húshjálp til að halda þessu svona fallegu áfram....Takk annars fyrir skemmtilegt blogg, Lísa á Akureyri

  ReplyDelete
  Replies
  1. Æjá það er nú málið, en í draumum fellur sem betur fer ekkert ryk og alls engin fita fylgir eldamennskunni.
   Svona eldhús myndi amk aldrei hennta mér í raun, svo við látum okkur bara dreyma og njótum þess ;)

   Delete
 3. ég deili algjörlega með þér þessari löngun í hvítt eldhús dásamlegar myndir
  kveðja Adda

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature