Top Social

Innlit í sveitasælu í Sviþjóð.

April 29, 2013

Næsta innlit okkar í dag er einnig með blaðamönnum tímaritsins Lantliv. Í þetta sinn eru það Anna Hagstrom & Jonathan Tunved sem eiga íbúð í Hammarby Lake City í Stockholmi og sveitabæ í Dalama í Sviþjóð.
Þau bjóða okkur með í heimsókn í sveitasæluna sína undurfallegu.
By Susanne Gillerås 
Photo Magdalena Björnsdotter

Þetta var þriðja og síðasta innlitið í dag
og enn bíða amk þrjú innlit sem ég hef tínt til undanfarið
og þar sem mánudagar eru heimsóknardagar hér hjá okkur þá kikjum við bara á þau næsta mánudag.

En þangað til skoðum við ýmislegt annað fallegt,
við ætlum að kikja í kofann í vikunni og sjá hvernig húsfreyjunni (sem er ég) gengur að koma honum í sitt fallegasta ástand fyrir sumarið,
ég veit um flottann sljósmyndara sem mig langar til að kynna ykkur fyrir og svo eiga einhverjar sumarmyndir alveg örugglega eftir að rata á fjörur mínar áður en vikan er á enda.

Takk fyrir að þvælast með mér í heimsóknir á þessum frábæra mánudegi og megi vikan okkar vera sem ánægjulegust og falleg.
kær kveðja 
Stína Sæm

1 comment on "Innlit í sveitasælu í Sviþjóð."
  1. Dásamlegt heimili, svo mikil friðsæld í því einhvernveginn :) Gaman að kíkja í innlit með þér!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature