Top Social

Góða helgi

May 24, 2013
Þessi vinnuvika er liðin án þess að einn einasti bloggpóstur hafi byrst hér inni frá því um síðustu helgi, verð að bæta úr því. 
Er komin með vænann hugmyndabanka, það er svo margt fallegt sem ég hef rekist á í vikunni sem ég hef viðað að mér fyrir næstu viku, en stundum bara festist ég í að skoða og skoða, pinna á pinterest já og svo var ég að kynna mér twitter fyrir bloggið (meira um það seinna)

Fæ mér kaffibolla og býð góðann daginn.

Mig langar að kynna fyrir ykkur "nýjann" bolla sem tengdamamma mín kom með færandi hendi alla leið frá Ameríku.  Þessi bolli er einn af mörgum og þeim fylgdi þessi fallega rjómakanna og ýmislegt annað fallegt sem er kærkomin viðbót í skápinn minn góða, sem nú hefur enn einu sinni fengið smá tilbreytingu. 
Ef þið vitið ekki hvað glerskáp ég er að tala um þá er hann hér og nú er hann að sjálfsögðu að komast í sumarbúninginn, með tilheyrandi blómskúrð og fíneríi.


Hafið það sem allra best í dag 
föstudagskveðja
Stína sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature