Top Social

Nokkur uppáhalds.

September 4, 2013
Þegar eithvað nýtt bætist inn á heimilið þarf alltaf aðeins að raða og breyta og ég fæ nýja ástæðu til að deila með ykkur litlum krókum og kimum heimilisins sem þið hafið annars séð nokkrum sinnum áður.


Þessi veggur breytist nú ekki mikið, þarna safnast oftast saman gamlir uppáhalds hlutir og aðrir nýrri en í gömlum búning,
litaúrvalið er oftast hvítt, brúnt og einstaka hlutur úr kopar.

Gamalt og nýtt....
eldgömul bók hvílir undir nýlegum kertastjaka, fallegum flauelsborða á trékefli og flunkunýjum gamaldags skærum í snærishnikli.


Þetta dásemdar fuglabúr nældi ég í á útsölu hjá Pier í sumar og ég er algjörlega að elska það, passar vel að hafa kerti í því og í augnablikinu eru þar fleyri eldgamlar bækur.

Fermingarmynd af mömmu, brúðarmynd af ömmu og afa og fjölskyldumynd af ömmu eiginmannsins sem lítilli stelpu, eru meðal þess sem prýða hilluna góðu. Í einum af gömlu römmunum er svo afmæliskort sem ég fékk á eins árs afmælinu mínu 
og telst þá væntanlega vera með þessu gamla, eða hvað?
En fallegt er það og svo dásamlegra retro.


Kær kveðja
Stína sæm


6 comments on "Nokkur uppáhalds."
 1. En hvað þetta er fallegt hjá þér:) og myndirnar eru líka svo fallegar:)
  Kveðja Sif

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk innilega fyrir kveðjuna Sif

   knús
   Stína

   Delete
 2. Yndislega fallegt hjá þér nafna, svo mikið af fallegum hlutum og svo smekklega raðað saman :-)

  knús
  Kristín

  ReplyDelete
 3. Gaman að fá að koma í heimsókn til þín, allt svo bjart og fallegt :)
  Kveðja Kristín og Margrét

  ReplyDelete
  Replies
  1. ávalt gaman að fá ykkur systur í heimsókn og dyrmætt að sjá hverjir "droppa inn"
   Takk innilega fyrir kveðjuna
   knús á ykkur
   Stína

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature