Top Social

Barnaherbergi

April 11, 2014

Hér eru nokkar myndir af barnaherbergjum sem ég hef verið að safna saman sem innblástur fyrir herbergi litlu ömmustelpunnar minnar.
Það er gaman að setja saman fallegar myndir af barnaherbergjum
sumt af þessu er bara fallegt og mig langað til að deila með ykkur og annað er fyrirmynd af þvi sem ég er að gera og svo sjáum við til hvernig útkoman verður. 
 En njótið með mér

Mér finst allt við þessa mynd bara dordjös,
kommóðan,lampinn, hillan og barnafötin á herðatrénu...
bara fullkomið.er voða hrifin af svona hangandi, fatahengi.


ómæ vagninn!!! 
þarf eithvað að ræða það hvað hann er fallegur?

Dásamlega famall og  shabby þessi. 
.jacadi.com
Svo látlaust og krúttlegt, 
elska litla mjúka bangsa.

þetta er allt þarna; rúmið, himnasængin, veggfóðrið og dásamlegi lampinn.
 hjá frivolebysuus.blogspot.nl

A beautiful little life:

Falleg Finnsk síða með alveg ótrúlega fallegum barnaherbergjum


Fótboltafrúin

Við höfum áður skoðað heimilið hennar, en barnaherbergið er alveg dásamlegt og þar er fullt af fallegum hugmyndum fyrir barnaherbergið.

þökkum fotboltafrúnni   hennar innleg í þennann póst.Allt þetta og meira til á pinterestEigið góðann dag í dag
kveðja
 Stína Sæm
1 comment on "Barnaherbergi "
  1. Dásamlega fallegt allt saman...
    kv Ása

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature