Top Social

fánarnir og klippimyndirnar í barnaherberginu

May 28, 2014
þegar þessi mynd byrtist í bloggpóstinum um barnaherbergið hennar Írisar Lind,
voru dáldið margir sem spurðu mig um fánana, hvar ég hefði fengið þá osfr.
En svarið er nú einfaldlega það að ég keypti svona pakka eða sett með stelpupappír í föndru (eins og sést til hægri á myndinni) það var á svaka tilboði svo ég veit ekki hvort það fæst þar enn, en alltaf er hægt að fá allskyns skrapp pappírs sett í hinu og þessu þema, stelpu eða stráka.
svo bara klipti ég nokkrar mismunandi myndir út í þríhyrning og setti borða á milli.
 Fánarnir sjást einmitt tilbúnir þarna til vinstri á myndinni.

Hinsvegar hafa ekki margir spurt um myndirnar í römmunum, 
En ég ætla nú bara samt að sýna ykkur aðeins meira frá þeim, því ég er svo voðalega ánægð með þessar myndir.

Ég notaði sama pappírinn og í fánunum og klipti hann niður í hin ýmsu form og límdi saman í svona krúttleg dýr, svo voru útlínur, augu og ýmislegt annað eins og greinar, teiknað með svörtum fínum túss og rammað inn.

Hér er svo myndaveggurinn í kvöldsólinni í gærkvöldi þegar ég kíkti í heimsókn,
(já ég ákvað að hafa litla græna samman á ská... en hann virkar svo bara svona óvart skakkur, svo því verður breytt næst :/ )

Þessar tvær litlu myndir standa í glugganum, þarna er bakgrunnurinn teiknaður og svo bara ein ugla sett með eða fugl á fuglahúsi, ósköp einfalt en sætt.

pappírinn í fiðrildin, vagninn og blómin var keyptur og kliptur í garðheimum, í snilldar tækinu sem þeir eru með þar, Hvítu stafina á fánunum (á fyrstu myndinni) klipti ég út þar líka.


Hjá rúminu sefur svo litli uglu-unginn  hjá uglu-mömmu og pabbi

 En litli unginn minn vaknaði við bröltið í mér og brosti svona sætt þegar hún sá ömmu sína.... 
hmmm foreldrarnir eflaust ekki eins ánægðir ;)
En þannig eru ömmur, fá börnin til að brosa á öllum tímum og mamma og pabbi fá svo bara að svæfa aftur.

Smá viðbót, ég kipti með mér þessu fallega póstulíns stell sem var í kofanum hjá mér og er gamalt frá Írisi systir minni, nöfnu Írisar Lindar, svo það er á góðum stað í gömlu hillunni.... sem er pínu í uppáhaldi hjá mér þarna.

Svo er einn svona fyrir og eftir póstur eftrir, um þetta herbergi svo ég sé ekki að setja allt í einn alltof langann bloggpóst um herbergið. En vonandi verðið þið þá ekki komin  með yfir ykkur nóg af þessu herbergi.

þar til síðar, 
verið blessuð og sæl,
kveðja amma Stína5 comments on "fánarnir og klippimyndirnar í barnaherberginu"
 1. Þetta er yndislegt hjá þér Stina, myndirnar svo flottar og sætar, þvílík vinna og hugmyndarflug, litla ömmustelpan svo heppin að eiga svona klára ömmu:)
  knús Sif

  ReplyDelete
 2. Virkilega fallegt herbergi og ömmustelpan algert krútt :)

  ReplyDelete
 3. What a beautiful room. The colours you chose are gorgeous.

  Your blog is so pretty too. I can't to read more!

  Best wishes,
  Natasha in Oz

  ReplyDelete
 4. This is just such a darling nursery! I love all the special details that were put into it. :)

  ReplyDelete
 5. Myndirnar þínar eru dásemdin ein, sæta ömmustelpan er heppið skott ;)

  ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature