Top Social

Sætur sunnudagur með Írisi Lind

August 10, 2014
Hér kemur loks nýr bloggpóstur eftir smá bloggleti en
sonur minn uppgötvaði það rétt fyrir þjóðhátið að hann átti ekki lopapeysu.....
 og það bara gengur ekki!!
 svo mamman tók fram prjónana og mætti halda að netáskriftinni hefði verið sagt upp í leiðinni.

Peysan komst loks til eyja og litla ömmugullið varð eftir í pössun hjá ömmu og afa
og þvældist með okkur gömlu um helgina.


Svo ég læt bara smá myndasyrpu af sætu ömmustelpunni minni vera myndefnið þennann sæta sunnudag:
Henni leiðist ekki að fá að leika sér á pallinum loks þegar sést til sólar,

Svo hvíldi hún sig aðeins í gamal brúna hippanum,


Hún lék sér í kofanum hjá ömmu sinni,


Ég fékk þennann eðalvagn lánaðann hjá systur minni og naut þess að fara út að labba með hann og svo sefur hún ofurvært fyrir utan hús hjá mér.Við skruppum svo í Skorradalinn til afa Sæma 
þar sem þessi stóll stendur á góðum stað úti í skógi

og gaman er að róla....

....sitja í miðju berjalyngi......

og skemmta sér á trampolíni.


já þessi sæta dama hefur verið aðalmyndefnið þó ég hafi varla opnað tölvuna mína síðustu tvær vikur þá hafa dottið inn ýmsar myndir reglulega á InstagramEigið góðar stundir
kær kveðja
Stína SæmPost Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature