Top Social

eins árs í dag

November 20, 2014
Fyrir ári siðan eignaðis ég fyrsta ömmubarnið mitt og fékk þennann dásamlega ömmutitil sem ég held að sé besta hlutverk í heimi.
enda stollt amma sem bloggaði fyrir ári síðan
En hún Iris Lind okkar kom í heiminn 20 nóvember 2013 
á þeim tíma bjuggu foreldrarnir hér heima hjá okkur, svo heimilisbragurinn var með ólíku sniði þá.
og í dag leit ég um öxl og skoðaði árið í myndum og sá litla gullmolann okkar vaxa og dafna um leið og ég renndi í gegnum mynirnar mínar,
Það tók nú sinn tíma að fletta í gegnum myndirar og velja eina fyrir hvern mánuð, 
svo bloggpósturinn náðist ekki í morgun eins og til stóð,
En hér er litli gullmolinn minn:


 Nóvember 2013

nýfædd


Hárprúð og svo vær og góð strax á fyrstu dögum ævinnar.


Desember: 

Lítið jólabarn


Janúar: 2ja mánaða

Sefur best í vöggunni sinni.


Febrúar; 3ja mánaða

Lítli gleðigjafinn, hér að flytja frá ömmu og afa. 


Mars: 4ja mánaða

Í pössun hjá ömmu og afa,

og naut þess að fara í bað.

Apríl: 5 mánaða

Byrjaði að sytja uppí bústað um páskana.


Mai: 6 mánaða

Alltaf hlæjandi og ótrúlega hrifin af honum Loga.

Júní: 7 mánaða

 Situr á gólfinu og leikur sér og fer áfram á maganum þegar hún þarf.Júlí: 8 mánaðaFarin að skríða um allt.

Er dugleg að borða og dafnar líka vel.

Ágúst: 9 mánaða

Er farin að fara út í kofa að leika sér.
Sjá hér
og hún flutti hingað í næsta hús í ágúst.

September: 10 mánaða

Finst skemmtilegast að fá að leika sér í stiganum og prílar bæði upp og niður
 (fær þó bara að vera í neðstu tröppunum og undir eftirliti)


Október: 11 mánaða

Já litla barnið bara orðið að krakka sem leikur sér inní herbergi.

20. nóvember 2014
eins árs í dagHaldið verður upp á afmælið hennar um helgina,
 en við blesum í eina blöðru í dag fyrir hana.
Hér eru áður byrtir bloggpóstar um litla ömmugullið.en nú er ég farin að skreyta kökur,
kær kveðja
Amma Stína
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature